

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
ÍBV er komið í undanúrslit Olís deildarinnar í handbolta eftir góða ferð í Garðabæinn í dag.
Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum.
Þó handboltatímabilið sé enn í fullum gangi hér á landi eru Framarar byrjaðir að styrkja lið sitt fyrir næsta tímabil.
Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.
GOG fer vel af stað í úrslitakeppni danska handboltans.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni.
Íslendingalið Magdeburg er komið í bikarúrslit þýska handboltans eftir öruggan sigur á Erlangen í undanúrslitum keppninnar í dag.
Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22.
Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo er úr leik í þýska bikarnum í handbolta, DHB Pokal, eftir tveggja marka tap gegn Kiel í undanúrslitum, 28-26.
Selfoss lagði FH í Kaplakrika í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Bæði lið ætla sér langt en ljóst er að annað liðið lýkur leik eftir þessa rimmu. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.
Selfoss er komið með forystuna í einvíginu gegn FH eftir eins marks sigur 27-28. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður eftir leik.
KA gerði sér lítið fyrir og vann einstaklega dramatískan sigur á Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 29-30 þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmarkið úr síðasta skoti leiksins. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin.
Það var Íslendingaslagur í þýsku B-deildinni í handbolta þegar Gummersbach lagði Aue. Með því styrku lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar stöðu sína á toppi deildarinnar.
Þeir þrír leikmenn sem fengu rautt spjald í leikjunum í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í gær sluppu allir við bann. Ummæli Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar Vals, eftir leikinn gegn Fram fara hins vegar fyrir aganefnd.
Öllum sem fylgja handknattleiksdeild FH á samfélagsmiðlum má ljóst vera að Hafnfirðingar eru spenntir fyrir rimmunni gegn Selfossi í átta liða úrslitum Olís-deildar karla.
Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, fór með íslenska kvennalandsliðinu út til Zrenjanin þar sem það mætir Serbíu í úrslitaleik um sæti á EM í nóvember.
Haukarnir hefja leik í úrslitakeppni Olís-deildar karla í kvöld en það verður einn af síðustu leikjum liðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar.
Sigursteinn Arndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH og mun því stýra karlaliði félagsins til 2025.
Einn besti handknattleiksdómari Danmerkur mun ekki dæma aftur leik fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarfrí, eftir að hafa fallið á hlaupaprófi.
Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri.
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur.
Þrátt fyrir tíu marka sigur á Fram, 34-24, í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gær var Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, ekki sáttur í leikslok. Honum fannst leikmenn Fram gera í því að skjóta boltanum nálægt höfði sínu.
Valur vann sannfærandi 34-24 sigur þegar liðið fékk Fram í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í kvöld.
ÍBV vann öruggan níu marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 36-27.
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Serbíu ytra á laugardaginn kemur, þann 23. apríl. Er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins og er ljóst að þetta er hreinn úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Gefur það sæti á Evrópumótinu sem fram fer í nóvember á þessu ári.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var svekktur eftir tap á móti Svíþjóð í undankeppni EM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti undir strax í byrjun leiks og náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn, lokatölur 23-29.
Ísland mætti ógnarsterku liði Svíþjóðar í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér farseðil á EM í handbolta. Svíþjóð náði strax forystu á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni út til leiksloka. Lokatölur 23-29.
Markvörðurinn Jovan Kukobat hefur skrifað undir samning til næstu þriggja ára við handknattleiksdeild Aftureldingar.
Úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst á morgun og að því tilefni verður Seinni bylgjan með veglegan upphitunarþátt í dag.