Björgvin ekki í landsliðinu en sonur Óla Stef fær tækifæri Tveir leikmenn sem ekki eiga að baki A-landsleik eru í landsliðshópi karla í handbolta sem Guðmundur Guðmundsson hefur valið til æfinga í byrjun nóvember. Handbolti 26. október 2021 11:22
Fannst við spila frábærlega HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð. Handbolti 25. október 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli Í kvöld fór fram loka leikur fimmtu umferðar Olís-deildar karla þar sem HK fékk Aftureldingu í heimsókn. Leikurinn var æsispennandi allt til loka. Endaði hann með sigri Aftureldingar 30-28. Handbolti 25. október 2021 21:00
Eyjakonur fara aftur til Grikklands Aðra umferðina í röð fer ÍBV til Grikklands í Evrópubikar kvenna í handbolta. Dregið var í 3. umferð keppninnar í dag. Handbolti 25. október 2021 13:41
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. Handbolti 24. október 2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 25-27 | Víkingar enn í leit að fyrsta sigrinum Framarar gerðu góða ferð í Víkina í kvöld og lögðu nýliða Víkings að velli í Olís deildinni í handbolta. Handbolti 24. október 2021 20:55
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum. Handbolti 24. október 2021 20:30
Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. Handbolti 24. október 2021 20:25
Jón Gunnlaugur: Hallar á okkur í hverjum einasta leik Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari nýliða Víkings í Olís deildinni í handbolta er ósáttur með dómgæsluna í fyrstu umferðum mótsins. Sport 24. október 2021 20:17
Aron Kristjánsson: Við vorum með gott forskot mest allan leikinn Haukar unnu góðan sjö marka sigur á Gróttu í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góða forystu bróðurpart leiksins og var Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að vonum sáttur með sigurinn. Handbolti 24. október 2021 20:12
Ólafur spilaði í naumu tapi gegn PSG Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier töpuðu með minnsta mun fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 24. október 2021 17:16
Þýski handboltinn: Bjarki Már skoraði ellefu mörk í sigri Lemgo Bjarki Már Elísson var heldur betur með miðið rétt stillt þegar að Lemgo mætti í heimsókn til Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Skoraði ellefu mörk í þriggja marka sigri. Sport 24. október 2021 16:45
ÍBV áfram í Evrópubikarnum eftir frábæran sigur Kvennalið Íþróttabandalags Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og sneri einvígi sínu gegn PAOK í Þessalóníku á Grikklandi sér í vil með góðum sjö marka sigri í dag, 29-27. PAOK vann fyrri leikinn með fimm mörkum. Handbolti 24. október 2021 14:31
Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. Sport 24. október 2021 13:45
Stefán: Gerðum þá breytingu að spila vörnina eins og við ætluðum að gera Stefán Arnarson var ánægður með hvernig Fram sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik gegn KA/Þór í dag. Handbolti 23. október 2021 18:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - KA/Þór 27-25 | Framkonur sterkari á svellinu undir lokin Fram vann góðan sigur á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs, 27-25, í Safamýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Handbolti 23. október 2021 18:30
Selfyssingar úr leik eftir tap í Slóveníu Selfoss er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handbolta eftir að hafa tapað gegn Jeruzalem Ormoz á útivelli í dag. Handbolti 23. október 2021 17:48
Orri Freyr fór mikinn í öruggum sigri toppliðsins Orri Freyr Þorkelsson og félagar í norska handboltaliðinu Elverum eru með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Handbolti 23. október 2021 17:02
Sigur í Hvíta-Rússlandi ekki nóg fyrir FH sem er úr leik FHingar eru úr leik í EHF bikarnum í handbolta þetta árið eftir eins marks sigur á SKA Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag, 25-26. FH tapaði fyrri leiknum 29-37 og þar með einvíginu 62-55. Handbolti 23. október 2021 16:00
Tap hjá ÍBV í Þessalóníku Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24. Handbolti 23. október 2021 15:00
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sigri Aalborg Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Aalborg, bar sigurorð af Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í dag, 36-27. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá liðinu. Sport 23. október 2021 14:30
Sandra markahæst í tapi Sandra Erlingsdóttir var markahæst í tapi Álaborgar gegn SønderjyskE í dönsku B-deildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 22-28. Handbolti 22. október 2021 19:46
Gummersbach áfram á sigurbraut | Arnar Birkir markahæstur Það var nóg um að vera í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þar sem fjöldi Íslendinga var í sviðsljósinu. Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í liði Aue sem mátti þola þriggja marka tap og þá vann Íslendingalið Gummersbach sex marka sigur. Handbolti 22. október 2021 19:11
Vísað af Hlíðarenda vegna ósæmilegrar framkomu Handknattleiksdeild Harðar gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna máls sem aganefnd HSÍ er með til skoðunar eftir leik ungmennaliðs Vals gegn Herði á Hlíðarenda fyrir viku. Handbolti 22. október 2021 14:31
Upphitun SB: Finnur vonbrigðalið KA taktinn gegn meisturunum? Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla. Handbolti 22. október 2021 14:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 23-31 | Stjörnuframmistaða Vals í seinni hálfleik Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 23-31, í Garðabænum í kvöld. Valskonur hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Stjörnukonur eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Handbolti 21. október 2021 20:33
Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. Handbolti 21. október 2021 20:18
Melsungen hafði betur í Íslendingaslag Fjórir leikir fóru fram í þýsku urvalsdeildinni í handbolta í kvöld og Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur þeirra. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Körfubolti 21. október 2021 18:58
Teitur markahæstur í tapi Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg með fimm mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið mætti Telekom Veszprem í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Mörk Teits dugðu þó skammt því liðið tapaði 28-23. Handbolti 21. október 2021 18:20
Fimm íslensk mörk er Magdeburg fór áfram í þýsku bikarkeppninni Íslendingaliðið Magdeburg heimsótti Tus N-Lübbecke í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir gestina og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt er liðið vann góðan sjö marka sigur, 30-23. Handbolti 21. október 2021 17:33
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti