

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins HC Erlangen en félagið hefur staðfest komu íslenska leikstjórnandans á miðlum sínum.
Handboltamarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur gengið frá samningi við AEK í Aþenu, höfuðborg Grikklands og kveður þar með Frakkland eftir fimm ára veru þar í landi.
Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta féll í dag út úr sextán liða úrslitum A-deildar Evrópumótsins eftir 43 stiga tap á móti Ítölum, 101-58. Keppnin fer fram í Heraklion á Krít.
Íslenska handboltagoðsögnin Aron Pálmarsson setti handboltaskóna upp á hillu í vor en hann á eftir að spila einn leik á ferlinum.
Íslenska nítján ára landsliðið í handbolta spilar um þrettánda til sextánda sæti á Evrópumóti U19 en það var ljóst eftir stórsigur á Norður Makedóníu í Svartfjallalandi í dag.
Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við.
Íslands- og Evrópumeistarar Vals í kvennaflokki fengu að vita það í morgun hvaða lið bíða þeirra í fyrstu tveimur umferðum undankeppni Evrópudeildarinnar.
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun ekki leika með íslenska handboltalandsliðinu á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember en hún á von á barni.
Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dikhaminjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu.
Íslandsmeistarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram til fjölda ára og landsliðsmaður Finnlands, hefur samið við Sandefjord, nýliða í norsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Það var örugglega mjög gaman í kveðjupartýi landsliðsþjálfarans Þóris Hergeirssonar og fráfarandi formanns Kåre Geir Lio. Báðir voru að kveðja eftir langan tíma við stjórnvölinn en veisluhöldin kostuðu líka sitt.
Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel átti ótrúlegt tímabil með Füchse Berlin og danska landsliðinu.
Danskt handboltafélag hefur gengið mun lengra en áður þegar kemur að réttindum leikmanna í kringum fæðingu barna þeirra.
Króatíski markvörðurinn Filip Ivić var ekki lengi í herbúðum serbneska handboltafélagsins RK Vojvodina.
Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina.
Kærunefnd norska lyfjaeftirlitsins hefur sent mál handboltamanns til dómnefndar norska íþróttasambandsins.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ.
Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handbolta, giftist Sunnu Eyjólfsdóttur, starfsmanni Icelandair, í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á sunnudag.
Alexander Petersson, sem á að baki einn lengsta handboltaferil sem sögur fara af, er hættur.
Færeyingar rifu sig upp eftir grátlegt tap í tvíframlengdum undanúrslitaleik og tryggðu sér í kvöld bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti 21 árs landsliðs í handbolta en mótið fer fram í Póllandi.
Valsmenn hafa eignast Evrópumeistara í bæði karla- og kvennaflokki á síðustu árum. Kvennaliðið vann Evrópubikarinn í vetur og fara aftur í Evrópukeppni í vetur en karlarnir sitja aftur á móti heima.
Íslenski handboltamaðurinn Elmar Erlingsson er í öðru sæti á HM 21 árs landsliða yfir þá leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum í mótinu.
Færeyingar verða að sætta sig við að spila um bronsið á HM 21 árs landsliða í handbolta eftir tap á móti Portúgal í undanúrslitaleiknum í kvöld.
Ísland varð að sætta sig við svekkjandi 38-35 tap í úrslitaleik gegn Serbíu um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta karla í dag.
Camilla Herrem, landsliðskona Noregs síðustu átján ár og ein sigursælasta handboltakona allra tíma, mun hefja læknismeðferð í dag vegna brjóstakrabbameins sem hún greindist með.
Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld.
Norska handboltakonan Camilla Herrem sagði frá því í kvöld að hún sé með brjóstakrabbamein.
Handboltalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar úrslitaleik næsta laugardag um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Póllandi. Strákarnir okkur komust í úrslitaleikinn með öruggum 32-38 sigri gegn heimamönnum.
Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýskalandi, getur íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Andri Már Rúnarsson leikmaður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað.
Norðmenn héldu í fyrstu að þeir myndu koma út í mínus við að halda heimsmeistaramót karla í handbolta í janúar á þessu ári en svo var þó ekki eftir nánari skoðun.