Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Skiptir úr sál­fræðinni í Duolingo

„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frí­merki

Íslenski þjálfarinn Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska handboltalandsliðið á heimsmeistaramótinu í janúar eins og frægt er. Króatar vildu líka heiðra þennan frábæran árangur með sérstökum hætti.

Handbolti
Fréttamynd

„Við erum of mis­tækir“

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka.

Handbolti
Fréttamynd

Björg­vin Páll strax kallaður aftur í lands­liðið

Viktor Gísli Hallgrímsson verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Grikkjum í undankeppni EM, vegna meiðsla. Björgvin Páll Gústavsson hefur því verið kallaður inn í hans stað. Meiðslalisti íslenska liðsins er orðinn óhemju langur.

Handbolti
Fréttamynd

Danski dómarinn aftur á börum af velli

Í annað skiptið á skömmum tíma fékk danski dómarinn Jesper Madsen aðsvif og var fluttur á börum af velli, þegar Álaborg og lærisveinar Arnórs Atlasonar í Team Tvis Holstebro mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki hættur í þjálfun

Gunnar Magnús­son lætur af störfum sem þjálfari karla­liðs Aftur­eldingar í hand­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur al­farið í þjálfun.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar kveður og Stefán tekur við

Gunnar Magnússon hættir í vor sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, eftir fimm leiktíðir í Mosfellsbænum. Við starfi hans tekur núverandi aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason.

Handbolti