

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það hafi sviðið sárt að hafa ekki unnið til gullverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012.
Farsælum ferli handboltamannsins Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar er lokið. Aðeins einn leikmaður hefur farið á fleiri stórmót með íslenska landsliðinu en hann.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var gestur Kjartans Atla Kjartanssonar og Henrys Birgis Gunnarssonar í Sportinu í dag á föstudaginn. Farið var um víðan völl í þættinum sem nú má sjá í heild sinni hér á Vísi.
Guðrún Erla Bjarnadóttir, einn besti leikmaður Hauka í Olís-deild kvenna undanfarin ár, er á leiðinni til Fram
Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð.
Handboltadrottningin sigursæla Anna Úrsúla Guðmundsdóttir missti mömmu sína fyrir þremur árum og segir það hafa sett hlutina í samhengi fyrir sig. Hún svekki sig ekki lengur á því að lítið hafi orðið úr atvinnumannsferlinum.
Kári Kristján Kristjánsson rifjaði meðal annars upp af hverju hann var eitt sinn á kassanum/bumbunni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum árið 2005, í nýjasta innslaginu úr skúrnum sínum í Sportinu í dag.
Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2.
Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum.
Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Kári Kristján Kristjánsson rifjaði upp sögur af miklum svindlurum í innslagi sínu úr bílskúrnum í Vestmannaeyjum í Sportinu í dag.
Maksim Akbachev hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu sem verður nýliði í Olís-deildinni á næstu leiktíð. HK-ingar, sem féllu úr deildinni, hafa fengið leikmann frá Haukum.
„Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var að hann hefði samið við Selfoss.
Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja.
Geir Guðmundsson hefur gert þriggja ára samning við Hauka.
Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki.
Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast í Köln 28. og 29. desember.
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Grótta, sem verður nýliði í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið til sín þá Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson. Báðir skrifuðu undir samning til tveggja ára við félagið.
Ef takast á að ljúka keppnistímabilinu í boltaíþróttunum í Þýskalandi í sumar þá verður það gert fyrir luktum dyrum. Stórar samkomur eru bannaðar í landinu út ágúst.
Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara.
Akureyringurinn leikur í Olís-deild karla á næsta tímabili eftir fjögur ár í atvinnumennsku.
Danskur handboltasérfræðingur valdi Alexander Petersson ekki í draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum.
Nökkvi Fjalar Orrason, samfélagsmiðlastjarna og frumkvöðull, var ráðinn til að bæta andlega þáttinn hjá leikmönnum og þjálfurum HK í handbolta karla með góðum árangri að sögn formanns handknattleiksdeildar félagsins.
Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Hann óttast að spænska deildin breytist í áhugamannadeild.
Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag.
Handboltaumboðsmaður Íslands segir að ríkisvaldið þurfi að leggja íþróttahreyfingunni lið í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins.
Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain.