
Elliði Snær og Teitur Örn höfðu betur gegn Andra Má
Gummersbach lagði Leipzig með eins marks mun í Íslendingaslag í efstu deild þýska handboltans. Göppingen vann þá útisigur á Potsdam.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Gummersbach lagði Leipzig með eins marks mun í Íslendingaslag í efstu deild þýska handboltans. Göppingen vann þá útisigur á Potsdam.
Aron Pálmarsson er einu skrefi nær enn einum meistaratitlinum á ferlinum eftir sigur Veszprém í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn í handbolta.
Íslendingaliðið Alpla Hard byrjaði ekki vel í úrslitaeinvíginu um austurríska meistaratitilinn í handbolta.
Handknattleikssamband Íslands og Rapyd hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki þann 1.september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ, mánuði eftir að leikmenn landsliðsins huldu merki fyrirtækisins á treyjum sínum.
Füchse Berlín er komið á topp þýsku efstu deildar karla í handbolta eftir góðan átta marka sigur á Íslendingaliði Melsungen, lokatölur 37-29. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk en átti ekki sinn besta leik.
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru enn á ný bestu menn Magdeburgar sem vann einkar sannfærandi 11 marka útisigur á Erlangen í efstu deild þýska handboltans í kvöld, lokatölur 23-34. Viggó Kristjánsson var svo markahæstur í liði Erlangen.
Ágúst Jóhannsson segist vera einstaklega stoltur af Valsliðinu sem varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hann segist sjálfur vera uppgefinn eftir síðustu vikur.
Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði.
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í pólska liðinu Wisla Plock eru komnir í 1-0 forystu í einvígi liðsins gegn Kielce um póska titilinn í handknattleik.
Hinn 22 ára gamli Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, flytur til Austurríkis í sumar því hann hefur samið við úrvalsdeildarfélagið ALPLA Hard.
Á mánudagskvöld varð Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta þriðja árið í röð. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis, Ernir Eyjólfsson, tók á meðan leik stóð sem og eftir leik.
„Ég er bara gríðarlega þakklát og ógeðslega stolt af liðinu að hafa mætt svona til leiks,“ sagði Thea Imani Sturludóttir eftir að Valur tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í kvöld.
„Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í kvöld.
Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Valskonum í kvöld. Tapið þýðir að Valur er Íslandsmeistari þriðja árið í röð.
„Þetta eru auðvitað búin að vera frábær átta ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í kvöld.
Eftir afar farsælan feril hyggst handboltamaðurinn Aron Pálmarsson leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Landsliðsþjálfari Íslands segir áhrifin af brotthvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóðavísu standi Aron framarlega í sögulegu tilliti og hvað Ísland varðar séu hann og Ólafur Stefánsson þeir langbestu handboltamenn sem við höfum átt.
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð.
Valur mætir Haukum í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Val og getur liðið tryggt sér titilinn með sigri í kvöld.
Aron Pálmarsson tilkynnti í gærkvöldi að hann myndi hætta í handbolta eftir tímabilið. Kveðjum til Arons hefur síðan rignt inn frá fjölmörgum fyrrum liðsfélögum, þjálfurum og öðrum góðvinum.
Aron Pálmarsson sýndi sanna íþróttamennsku þegar hann tjáði vinnuveitendum sínum hjá Veszprém að hann neyddist til að fá samningi sínum við félagið rift, þar sem hann hefði ekki lengur líkamlega burði til að hjálpa liðinu að markmiðum þess í framtíðinni.
Aron Pálmarsson sem um árabil hefur verið einn besti handknattleiksmaður Íslands hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 34 ára að aldri. Hann greinir sjálfur frá þessari ákvörðun á samfélagsmiðlum.
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum með Kadetten Schaffhausen í dag þegar liðið tryggði sér svissneska meistaratitilinn í handbolta fjórða árið í röð.
Þýskalandsmeistarar Magdeburg gefa ekkert eftir í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handbolta en liðið vann í dag öruggan 14 marka sigur á Potsdam á útivelli 23-37.
Íslendingaliðið Melsungen tapaði fyrir Kiel, 37-31, í bronsleiknum í Evrópudeildinni í handbolta karla í dag.
Sigurbjörn Markússon varð í byrjun maí Englandsmeistari í handbolta með liði Oxford-háskóla. Um helgina vann liðið Ofurbikarinn breska og komst í umspil um sæti í Evrópubikarnum. Næst á dagskrá hjá Sigurbirni er að ljúka við doktorsritgerð í lífefnafræði.
Porto vann mikilvægan sigur á Benfica, 37-33, í úrslitariðli portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.
Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen töpuðu með minnsta mun fyrir Flensburg, 34-35, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í dag.
Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur.
Þrátt fyrir áhuga annarra liða heillaði íslenska landsliðsmanninn ekkert meira en að skrifa undir nýjan samning fram til ársins 2028 hjá Magdeburg. Þar sér hann fram á að tækifæri til þess að vinna fleiri titla.
Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir að liðið þurfi hjálp frá æðri máttarvöldum til að eiga möguleika gegn Val í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna.