
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-31 | Haukar eiga montréttinn í Hafnarfirði
Haukar báru sigur úr býtum, 28-31 í grannaslag gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu sér inn góða forystu í fyrri hálfleik með Guðmund Braga fremstan í flokki, FH breytti varnarskipulagi sínu og svaraði vel í seinni hálfleik en frábær markvarsla Arons Rafns kom í veg fyrir FH sigur.