Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Ef­laust fullur eftir­sjár þegar þessu lýkur“

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við erum frá­bærir sóknarlega“

Fram sigraði sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí þegar liðið mætti Gróttu í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í kvöld og fóru leikar 38-33. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin tvö en viðurkennir að lærisveinar hans hleyptu Seltirningum aðeins of nálægt sér undir lok leiks.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar tóku fimmta sætið

Svíþjóð vann Holland, 33-32, í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta kvenna í dag. Emma Lindqvist var hetja Svía en hún skoraði þrjú af síðustu fjórum þeirra, þar á meðal sigurmarkið.

Handbolti
Fréttamynd

„Það falla mörg tár á sunnu­dag“

Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár.

Handbolti
Fréttamynd

Greip gæsina en sökuð um ó­heiðar­leika

Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica fögnuðu sigri í Íslendingaslag á móti Sporting í portúgalska handboltanum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Orra Freys Þorkelssonar og félagar í deildinni í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

Guð­jón Valur búinn að fá nóg af svika­hröppum

Íslenska handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson, núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach er allt annað en sáttur með svikahrapp sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera Guðjón Valur á samfélagsmiðlum og hefur verið að svíkja peninga af fólki.

Handbolti
Fréttamynd

Gæti mætt Ís­landi á HM: „Al­gjört æði“

„Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur.

Handbolti