Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Miðaverð á LM 2006

Miðaverð á Landsmót Hestamanna liggur nú fyrir og er verðskráin eftirfarandi. Fyrirkomulag forsölu verður kynnt nánar síðar og eins sala á stúkusætum. Gert er ráð fyrir að forsala hefjist í júníbyrjun

Sport
Fréttamynd

Úrslit opna töltmóts Anvara

Opna töltmót Andvara var haldið síðastliðin föstudag og voru skráningar á mótið í mesta lagi. Það var Ríkharður Flemming Jensen á Hæng frá Hæl sem sigraði opna flokkinn, Sara Lind Ólafsdóttir á Iðunni frá Eystri Hóli, sigraði áhugamannaflokkinn og Margrét Ríkharðsdóttir á Sál frá Múlakoti sem sigraði flokkinn undir 17 ára.

Sport
Fréttamynd

Síðasta mót Meistaradeildar VÍS verður haldið á Selfossi

Sú breyting hefur orðið á að síðasta mót Meistaradeildar VÍS verður haldið á félagssvæði Sleipnis á Selfossi í stað Glaðheima í Gusti fimmtudaginn 4. maí og verður þá keppt í tveimur greinum gæðingaskeiði og 150 m. skeiði. Ástæða þessa breytinga er að í 150 m skeiði munu fjórir knapar keppa í einu og eru startbásar sem til eru í Gusti ekki hentugir, því var mótið flutt austur. Mótið hefst kl. 19:00 og er aðgangur ókeypis.

Sport
Fréttamynd

Kraflar hefur það gott í Húsdýragarðinum

Höfðinginn mikli, Kraflar frá Miðsitju, hefur dvalið í góðu yfirlæti í Húsdýragarðinum í vetur. Klárinn lítur ótrúlega vel út og að sögn dýrahirða í garðinum er hann hvers manns hugljúfi. Kraflar er alltaf jafn unglegur og ef ekki væri fyrir gráu hárin í enni hans myndi maður alveg getað trúað því að þarna væri ungfoli á ferð. Feldurinn svartur og glansandi, byggingin létt og fasið unglegt.

Innlent
Fréttamynd

Æskulýðsdagur Andvara

Mánudaginn 1.maí n.k. verður hinn árlegi æskulýðsdagur Andvara. Lýsi hf. er styrktaraðilinn í ár, fjórða árið í röð og heitir því dagurinn Lýsisdagurinn. Haldið verður Lýsismót fyrir félagsmenn að Andvaravöllum og hefst mótið kl. 12.00.

Sport
Fréttamynd

Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni Svaðastöðum

Tvær sýningar verða á Æskan og hesturinn í dag laugardag, kl. 14:00 og kl. 18:00. Um 100 krakkar úr níu hestamannafélögum á Norðurlandi taka þátt í sýningunni. Við hvetjum alla hestamenn og áhugafólk um hestamennsku að koma á sýninguna

Sport
Fréttamynd

Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi

Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegir hestadagar tókust vel

Talið er að á annað þúsund manns hafi sótt dagskrá Tekið til kostanna sem var fjölbreytt og stóð frá fimmtudegi til sunnudags. Hápunktur dagskrár var stórsýning á laugardagskvöldið, en þá var húsfyllir í höllinni og mikið stuð.

Sport
Fréttamynd

Kennslusýning Hólaskóla

Reiðkennarabraut Hólaskóla, í samvinnu við hestamannafélagið Fák, stendur fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Víðidal helgina 6.-7. maí. Nemendur og kennarar skólans bjóða upp á spennandi dagskrá varðandi reiðmennsku og þjálfun frá morgni til kvölds báða dagana. Nánar auglýst síðar.

Sport
Fréttamynd

Lokamót í meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Síðasta mót Meistaradeildar VÍS fer fram í Glaðheimum í Kópavogi fimmtudaginn 4. maí og verður þá keppt í tveimur greinum gæðingaskeiði og 150 m. skeiði. Mótið hefst kl. 19:00 og er aðgangur ókeypis. Mikil spenna ríkir meðal keppenda fyrir síðasta mótið. Talsvert er í húfi fyrir utan heiðurinn þar sem verðlaunafé er líklega það hæsta í hestaíþróttum hingað til eða samtals kr. 2.200.000.

Sport
Fréttamynd

Úrvalshryssur á sýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Á sýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldin verður í Ölfushöllinni á laugardagin næstkomandi verður úrval bestu ræktunarhrossa suðurlands. Úrvalshryssur frá Dísarstöðum mæta til leika (m.a. Dáð frá Dísarstöðum).

Sport
Fréttamynd

Myndir frá Hrafnsmessu

Komnar eru myndir frá Hrafnsmessu sem haldin var í Ölfushöll á Ingólfshvoli í myndasafn Hestafrétta. Það var Örn Karlsson sem tók myndirnar og fékk Hestafréttir góðfúslegt leifi til að birta þær hér á vefnum.

Sport
Fréttamynd

Úrslit Líflandsmóts

Líflandsmótið var haldið um síðastliðna helgi í Fák í Víðidal og var þátttaka mjög góð. Teitur Árnason á Prinsessu frá Stóra-Hofi vann fimmgang unglinga og einnig tölt unglinga á Stefni frá Breið. Sara Sigurbjörnsdóttir á Kára frá Búlandi vann fjórgang unglinga og það var síðan Ragnar Bragi Sveinsson á Fjalari frá Hvolsvelli sem vann fjórgang barna.

Sport
Fréttamynd

Upptökur frá Hrafnsmessu á Vef TV

Hin magnaða Hrafnssýning sem haldin var í Ölfushöll 19. apríl síðastliðin er nú komin inn á Vef TV Hestafrétta. Alls eru þetta um 50 mínútur að lengd og skiptist í tvo hluta, fyrir hlé og eftir hlé. Við vonum að lesendur okkar hafi gaman af því myndefni sem komið er inn á Vef TV Hestafrétta.

Sport
Fréttamynd

Opna Reykjavíkurmeistaramótið, skráning hefst á miðvikudag

Opna Reykjavíkurmeistaramótið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 10.-14. maí. Mótið er World Ranking mót og er keppt skv. FIPO reglum. Íþróttadeild Fáks áskilur sér rétt til að fella niður þær greinar sem ekki fæst næg þátttaka í. Þeir keppendur sem hafa skráð sig í viðkomandi grein verða færðir upp um flokk eða flokka.

Sport
Fréttamynd

Héraðssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum í Hafnarfirði

Héraðssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum í Hafnarfirði hefst 15. maí og stendur til 26. maí. Ef þátttaka verður minni eða meiri en búist er við getur þurft að fækka eða fjölga dögum. Þurfi að bæta við dögum verður þeim bætt framan við. Dæmt verður frá mánudegi til fimmtudags en yfirlitssýning á föstudögum rétt eins og verið hefur undanfarin vor.

Sport
Fréttamynd

Stórsýning Hestastamanna 5. og 6. mai

Stórsýning hestamanna verður haldin helgina 5. og 6. mai í Reiðhöllinni í Víðidal. Miðasala hefst laugardaginn 29. apríl milli klukkan 10 og 14. Það er óhætt að segja að þessi sýning verði áhugaverð því þarna verður Ormur frá Dallandi, Leiknir frá Vakurstöðum, Hlýr frá Vatnsleysu, Sefja frá Úlfljótsvatni og á föstudeginum verður sölusýning fyrir þá sem vantar gæðing, en hún verður haldin á milli klukkan 18 og 20.

Sport
Fréttamynd

Úrslit Opna töltmóts hestamannafélagsins Hornfirðings

Opið töltmót hestamannafélagsins Hornfirðings og SpHorn fór fram í blíðskaparveðri við Stekkhól sl laugardag. Þáttaka var góð í mótinu og menn flestir ágætlega ríðandi. Dómarar á mótinu voru Sigríkur Jónsson, Svanhildur Hall og Magnús Lárusson.

Sport
Fréttamynd

Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum

Í dag klukkan 17.15 mun Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands flytja fyrirlestur sem hún nefnir; Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum. Félagsgerð hópa byggist á samböndum á milli einstaklinga hópsins. Því er nauðsynlegt að greina virðingarraðir, þ.e. hver ríkir yfir hverjum og einnig hverjir bindast vináttuböndum.

Sport
Fréttamynd

Þáttur um Monty Roberts á Vef TV Hestafrétta

Einkaveisla var haldin fyrir Monty Roberts í Ármóti hjá Hafliða Halldórssyni daginn eftir sýningu hans sem haldin var á skírdag. Um 70 manns var boðið í þessa veislu og var sýning sett upp fyrir Hestahvíslarann og var þar samankomin rjóminn af knöpum landsins.

Sport
Fréttamynd

Fysta kynbótasýning ársins

Fyrsta kynbótasýningin var haldin síðastasliðin föstudag sem er jafnframst sú fyrsta og var hún haldin á Sauðárkróki. yfirlitssýning var síðan á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Þorsteinn Logi vann Morgunblaðsskeifuna

Skeifudagurinn var haldinn hátíðlegur Þann 22. apríl síðastliðin við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þennan dag, eins og verið hefur um áratuga skeið, kynna nemendur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Þorsteinn Logi Einarsson frá Egilstaðakoti vann Morgunblaðsskeifuna en hún er veitt þeim nemanda sem stendur efstur á verklegum prófum í tamningum og gangtegundum yfir veturinn.

Sport
Fréttamynd

Staðan í Meistaradeild VÍS

Allt er járn í járn í stigasöfnun til Meistaratignar í Meistareild VÍS 2006 og vonlaust að spá fyrir um sigurvegara enda 20 stig eftir í pottinum. Segja má að efstu sex knapar eigi allir möguleika á sigri ef hlutirnar ganga upp eftir tvær vikur í skeiðinu. Einnig má geta þess að hart er barist um laus sæti í Meistaradeildinni að ári en 12 efstu knapar öðlast.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta kynbótasýning ársins

Fyrsta kynbótasýning ársins hófst í gær föstudag, en hún var haldin í Skagafirði. Garpur frá Lækjarmóti fékk 10.0 fyrir prúðleika (fax og tagl). Yfirlitssýning fer fram í dag laugardag.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Árni sigrar fimmgang í Meistaradeild VÍS

Það var Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Þokki frá Kýrholti sem sigruðu fimmganginn í Meistaradeild VÍS í gærkveldi. Viðar Ingólfsson á Riddara frá Krossi náði öðru sæti og Sigurður Sigurðarson á Skuggabaldri endaði í því þriðja. Ísleifur og Svalur frá Blönduhlíð áttu magnaða sýningu, en þeir riðu úr 10. sæti í B úrslitum uppí 4. sæti í A úrslit.

Sport
Fréttamynd

Hestamaður liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Maður féll af hestbaki í Fljótshlíðinni síðastliðin laugardag og liggur hann enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss, með mikla áverka á hálsi. Að sögn vakthafandi læknis er ástand hans stöðugt en honum er haldið í öndunarvél. Ekki er vitað enn hvort hann hefur beðið varanlegan skaða af fallinu.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði

Alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun sumardaginn fyrsta með reiðkennslusýningu Hólaskóla. Þessi hátíð er haldin ár hvert og dregur að sér mikið af áhorfendum innlendum sem erlendum. Boðið verður uppá fræðsluerindi, kynbótasýningar, töltkeppni og svo er markaðsdagur í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Hestadagarnir standa yfir dagana 20 – 23 apríl.

Innlent
Fréttamynd

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum. Staðan í deildinni eftir fimm greinar af átta

Með góðum sigri í Gæðingafiminni á hestagullinu Ormi frá Dallandi hefur Alti Guðmundsson færst í hóp fremstu knapanna og ljóst að hann mun blanda sér í baráttu um meistaratitlinn. Í úrslitum Gæðingafiminnar fékk Sigurður Sigurðarson 7, 93 í einkunn en Þorvaldur Árni 7,92. Þetta brot 1/100 réð úrslitum um það hvor þeirra leiðir stigasöfnunina að lokinni Gæðingafiminni.

Sport
Fréttamynd

Enn meira um Skeifudaginn á Hvanneyri

Laugardaginn 22. apríl n.k. verður haldinn hinn árlegi Skeifudagur við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þennan dag, eins og verið hefur um áratuga skeið, kynna nemendur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Morgunblaðsskeifan verður afhent þennan dag en hún er veitt fyrir bestan árangur í tamninga- og reiðkennslunámi vetrarins.

Sport
Fréttamynd

Hrafnsmessa á morgun

Enn bætast við stórstjörnur á Hrafnssýninguna 19.apríl í Ölfushöllinni. Má þar nefna topp klárhestinn og glæsi stóðhestinn Leikni frá Vakursstöðum, knapi á Leikni er hinn ungi Valdimar Bergstad. Bræðurna; Eldjárn frá Tjaldhólum, knapi Guðmundur Björgvinsson og Borða frá Fellskoti, knapi á honum er Brynjar Jón Stefánsson. Það er ekki ofsögum sagt að þeir bræður séu í topp formi, “ glæsihestar”. Síðast en ekki síst má nefna að Hans Kjerulf er lagður af stað suður með hestagullið Laufa frá Kollaleiru og eina moldótta sem lyftir létt yfir vinkilinn.

Sport