
Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.