Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Olíu­sjóðurinn ekki átt meira undir á Ís­landi síðan 2007 eftir kaup á ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólgumælingin var ekki „jafn upp­ör­vandi“ og lækkunin gaf til kynna

Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið.

Innherji
Fréttamynd

Vonskuveður fram­undan

Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Vænta þess að eig­endur hússins leysi málið

Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heildar­fjöldi far­þega 4,7 milljónir í fyrra

Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex­tíu flug­ferðum af­lýst

Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Al­vogen fær fram­lengingu á 30 milljarða láni til að klára stóra endur­fjár­mögnun

Alvogen í Bandaríkjunum hefur fengið framlengingu á um 240 milljóna Bandaríkjadala lánalínu, sem var á gjalddaga í gær, til skamms tíma í því skyni að gefa samheitalyfjafyrirtækinu frekara ráðrúm til að ljúka við lausa enda í tengslum við stóra endurfjármögnun á skuldum félagsins. Matsfyrirtækið S&P, sem lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen fyrr í mánuðinum, telur að eftir rekstrarbata og minnkandi skuldsetningu á síðustu tveimur árum þá sé núna útlit fyrir að tekjurnar muni skreppa lítillega saman og framlegðin minnki.

Innherji
Fréttamynd

Icelandair hefur flug til Miami

Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúða­verð gefur eftir sam­tímis háum raun­vöxtum og stífum lána­skil­yrðum

Fasteignamarkaðurinn er heilt yfir nokkuð kaldur um þessar mundir, sem birtist meðal annars í fækkun kaupsamninga og íbúðaverð staðið nánast í stað síðustu mánuði, og útlit er fyrir að raunverð geti gefið eftir á fyrri hluta ársins samtímis háum raunvöxtum og þröngum lánþegaskilyrðum, að mati hagfræðinga Arion. Á sama tíma og mjög hefur dregið úr verðhækkunum á fasteignamarkaði hefur framboð á íbúðum til sölu aukist talsvert, drifið áfram af fjölgun nýbygginga, og ekki verið meira um langt skeið.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­magn streymdi í hluta­bréfa­sjóði eftir viðsnúning á mörkuðum í lok ársins

Eftir nánast samfellt útflæði frá innrás Rússa í Úkraínu eru fjárfestar farnir að beina fjármagni sínu á nýjan leik í hlutabréfasjóði og eftir viðsnúning á mörkuðum undanfarna mánuði reyndist vera hreint innflæði í slíka sjóði á öllu árinu í fyrra í fyrsta sinn frá 2021. Með auknu innflæði og verðhækkunum í Kauphöllinni hefur umfang hlutabréfasjóða ekki verið meira í um þrjátíu mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Til­nefningar­nefndir ættu að eiga í opnara sam­tali við stærstu hlut­hafa fé­laga

Lífeyrissjóðurinn Gildi, stór fjárfestir í mörgum félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að tilnefningarnarnefndir eigi í „opnara samtali“ við hluthafa sína, einkum þá stærstu þannig að þeir öðlist betri innsýn í vinnu nefndanna þegar verið er að leggja til samsetningu stjórnar. Þá segist Gildi ætla að beita sér fyrir því að skráð félög horfi til fjölbreyttari flóru en aðeins kauprétta þegar verið er að koma á langtímahvatakerfum fyrir stjórnendur skráðra félaga.

Innherji
Fréttamynd

Tekjurnar af Stelara féllu um þriðjung með inn­komu líftækni­lyfja í Evrópu

Framleiðandi frumlyfsins Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sá sölutekjur sínar skreppa saman um tugi prósenta utan Bandaríkjanna í lok ársins 2024 þegar keppinautar á borð við Alvotech komu inn á markaðinn í Evrópu með líftæknilyfjahliðstæður. Eftir mestu er hins vegar að slægjast á Bandaríkjamarkaði sem opnaðist í byrjun ársins fyrir hliðstæður við Stelara en hversu stóran bita þeim tekst að fá af kökunni mun meðal annars ráðast af verðstefnu Johnson & Johnson þegar nýir leikendur mæta á sviðið.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn nálgast jafn­vægi eftir langt tíma­bil þar sem öll fé­lög voru van­metin

Eftir langt tímabil þar sem flest félög í Kauphöllinni voru undirverðlögð, ásamt því að vera mun ódýrari í samanburði við verðkennitölur erlendis, þá virðist íslenski hlutabréfamarkaðurinn núna vera að komast í jafnvægi eftir hraustlegar verðhækkanir flestra félaga síðustu mánuði, að sögn hlutabréfagreinanda. Það eru hins vegar blikur samhliða hratt versnandi samkeppnishæfni landsins sem gæti einkum bitnað á mannaflsfrekum greinum sem eru í erlendri samkeppni.

Innherji
Fréttamynd

Tvískráningar fé­laga: Um­gjörð og upp­gjör við­skipta

Áhugi innlendra fjárfesta á tvískráðum félögum í Kauphöllinni hefur aukist jafnt og þétt frá skráningu hér á landi. Innlendir hluthafar skipta nú þúsundum án þess að efnt hafi verið til sérstaks hlutafjárútboðs og áhugavert verður að fylgjast með framgangi þessara félaga á íslenska markaðnum.

Umræðan
Fréttamynd

Ís­lands­banki og VÍS skrifa undir sam­starfs­samning

Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Neytendur
Fréttamynd

Skýr sýn og metnaður

Sýn er sterkt og lifandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar – í heimi hraðra breytinga og nýrra áskorana. Við eigum og rekum nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins og erum afar stolt af þeirri leiðandi stöðu sem við höfum byggt okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Af­koma Arion lengst yfir spám greinenda

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2024 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna, sem leiðir til 13,2 prósenta arðsemi eiginfjár á árinu 2024. Afkoma fjórðungsins er um 28 prósentum yfir meðaltalsspá greiningaraðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sér­stakt gleði­efni og gleður mitt hjarta“

Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri.

Innlent
Fréttamynd

Spá meiri arð­semi Arion en minni vaxta­tekjur taki niður af­komu Ís­lands­banka

Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.

Innherji