Það fjarar hratt undan Þjóðkirkjunni ef miðað er við meðlimafjölda - og að henni beinast spjótin hvöss. Hún er sökuð um að bera ábyrgð á sögufölsun, mannréttindabrotum og misrétti - jafnvel andkristilegri afstöðu. Önnur trúfélag sækja á og ef fram heldur sem horfir verður ekki "einn siður í landinu" áður en langt um líður, eins og lengst af í þúsund ár, allavega ekki undir fánum einnar kirkju. Nýjar tölur gætu bent til þess að þjóðkirkjan sé að verða minnihlutakirkja á næstu árum eins. Kompás tekur púlsinn á trúarlífi íslendinga þar sem Ríkiskirkjan er harðlega gagnrýnd fyrir að vera orðin málsvari misréttis, mannréttindabrota og jafnvel ókristilegra sjónarmiða.