

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Ár alvarlegra líkamsárása og upplýsingaóreiðu hjá lögreglunni
Mikil aukning hefur orðið í alvarlegum ofbeldisbrotum hér á landi frá síðustu árum. Lögreglan segir almenning tilbúnari til að grípa í og beita hættulegum vopnum. Hún hefur þá sjaldan staðið í jafn ströngu og á liðnu ári. Við skulum líta yfir farinn veg.

Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær.

Óvissustig Almannavarna vegna veðurs
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember.

Alvarlegt bílslys við Vík í Mýrdal
Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu við Reynisfjall skammt frá Vík í Mýrdal þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu á Landspítala.

Kastaði af sér þvagi á miðri akbraut
Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Eitt af verkefnum næturinnar var að hafa afskipti af manni sem stóð á miðri akbraut í miðbæ Reykjavíkur og kastaði af sér þvagi.

Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum
Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi.

Handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni
Maður var handtekinn við veitingahús í miðborg Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni og vörslu fíkniefna.

Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring.

Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök
Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni.

Leita að tvítugum karlmanni við Þykkvabæjarfjöru
Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að á Suðurlandi síðan seinnipartinn í gær er rúmlega tvítugur. Lögregla hóf eftirgrennslan eftir honum að beiðni aðstandenda í Árnessýslu um fimmleytið síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út tveimur klukkustundum síðar.

Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum
Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna.

Braust inn og stal sjóðsvél
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynning barst um þjófnað og innbrot í fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur um klukkan þrjú í nótt.

Vill mennina aftur í gæsluvarðhald
Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás.

Skallaði lögregluþjón
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Þegar lögregluþjóna bar að garði skallaði maðurinn þó einn þeirra og var hann í kjölfarið handtekinn.

Sérfræðingar Europol töldu mennina við það að fremja hryðjuverk
Mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir að undirbúa hryðjuverk ræddu sín á milli að keyra trukk í gegnum gleðigönguna. Þeir töluðu einnig um að gera árásir á Alþingi, dómsmálaráðuneytið og lögregluna, auk þess sem þeir töluðu um að myrða nafngreinda einstaklinga.

Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum
Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni.

„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“
Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu.

Féll niður stiga á veitingahúsi eftir ágreining
Maður slasaðist eftir að hafa fallið niður stiga á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur um miðnætti.

Vildi ekki kanna hvort bílnum hefði verið stolið vegna kulda
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að bíl hefði verið stolið við verslun í Kópavogi. Eigandi bílsins vildi ekki fara út og ganga úr skugga um að bílnum hefði verið stolið vegna þess hve kalt var, samkvæmt dagbók lögreglu.

„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt
Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær.

Brutust inn í geymslu og stálu gömlum dúkkuvagni og fleiru
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um klukkan 18 í gær þegar tilkynnt var um innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi í hverfi 109 í Reykjavík. Þar var meðal annars búið að stela gömlum dúkkuvagni og fleiri verðmætum.

Sagður hafa viljað lögreglubúning fyrir skotárás
Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur.

Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi
Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif.

Rannsókn lögreglu lokið: Nýdæmdur barnaníðingur grunaður um brot gegn tugum til viðbótar
Lögregla hefur lokið rannsókn á tugum meintra kynferðisbrota karlmanns á sextugsaldri. Í öllum tilvikum er maðurinn grunaður fyrir að hafa brotið gegn stúlkum undir 15 ára aldri, á þriðja tug stúlkna. Karlmaðurinn hlaut sex ára dóm fyrir kynferðisbrot í maí á þessu ári.

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp á geðdeild Landspítala
Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærður fyrir manndráp og brot í opinberu starfi. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa banað sjúklingnum með því að neyða mat ofan í hana.

Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur.

Lögreglan hafði afskipti af fólki sem missti sig yfir vítaspyrnukeppni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við útkalli um helgina vegna hávaða sem barst úr íbúð í fjölbýlishúsi. Í ljós kom að íbúar voru að fylgjast með HM í fótbolta og höfðu misst sig yfir vítaspyrnukeppni sem var í gangi.

Lögreglan fær streymi frá Reynisfjöru
Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið og búið er að koma fyrir löggæslumyndavélam á mastri í fjörukambinum. Þaðan er myndum streymt á varðstöfu lögreglunnar á Selfossi.

Áreitti gesti veitingahúss og stal af þeim
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur um klukkan 17:30 í gær.

Annar ók gegn rauðu ljósi og hinn ekki með gild ökuréttindi
Árekstur varð þegar tveir bílar rákust saman á gatnamótum í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan 18:30 í gærkvöldi.