Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. Innlent 3. janúar 2022 15:28
Eftirlýstur handtekinn í verslunarmiðstöð og ungar konur vegna slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í gær kölluð til vegna manns í verslunarmiðstöð sem grunaður var um þjófnað. Í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur af lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 3. janúar 2022 06:13
Skotið á íbúð í Kórahverfi á nýársmorgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar skotárás sem gerð var á íbúð í Kórahverfi í gærmorgun. Um er að ræða sjöundu skotárásina á heimili í hverfinu frá því í byrjun desember. Innlent 2. janúar 2022 10:54
Gróðureldar og flugeldastúss á borði lögreglu í nótt Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2. janúar 2022 07:25
Karlmenn langflestir gerenda: Mikil fjölgun ofbeldisbrota á árinu Tilkynningar um ofbeldisbrot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Langflest ofbeldisbrota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi tilfella ofbeldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri. Innlent 1. janúar 2022 14:58
Mikill erill hjá lögreglu: Hnífstungur, gróðureldar, flugeldaslys og innbrot Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær og til klukkan níu í morgun. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Innlent 1. janúar 2022 10:07
Slökkviliðið biður fólk um að hætta að kveikja í ruslagámum Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu. Innlent 31. desember 2021 07:31
Lögreglan varar við rafrettum: Tveir unglingar misst meðvitund Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið í tvö útköll vegna meðvitundarleysis ungmenna í vikunni sem talið er að rekja megi til notkunar rafretta. Grunur leikur á um að ólögleg vímuefni hafi verið í rafrettunum. Innlent 30. desember 2021 17:14
Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins. Innlent 30. desember 2021 11:02
Flugeldaónæði og rúðubrot Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að. Innlent 30. desember 2021 06:08
Bíll Strætó kominn í leitirnar Dráttarbíll sem stolið var af athafnasvæði Strætó að Hesthálsi í gær er kominn í leitirnar. Innlent 29. desember 2021 15:44
Keyrði á við Kaplakrika og var handtekinn við álverið Á sjötta tímanum síðdegis í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp við Kaplakrika í Hafnarfirði. Bíl hafði verið ekið aftan á aðra bifreið og síðan ekið í burtu. Innlent 29. desember 2021 08:27
Stálu stórum dráttarbíl Strætó Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni. Innlent 28. desember 2021 20:34
Maðurinn fannst heill á húfi Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan: Innlent 28. desember 2021 17:54
Handtekinn vopnaður byssu og sveðju Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan sveðju og byssu í Höfðanum í Reykjavík fyrr í dag. Aðilinn var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa. Innlent 28. desember 2021 17:25
Brotist inn hjá Simma Vill Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum. Innlent 28. desember 2021 12:30
Stal yfirhöfn með lyklum á veitingahúsi og braust inn á heimilið Tilkynnt var um innbrot, eignaspjöll og stolinn bíl á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrr um kvöldið hafi yfirhöfn hafi verið stolið á veitingahúsi þar sem í voru lyklar að húsi og bíl. Innlent 28. desember 2021 06:07
Sjö útköll vegna heimilisofbeldis yfir hátíðirnar Frá hádegi á Þorláksmessu til hádegis í dag fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Innlent 27. desember 2021 17:32
Alvarlega slasaður eftir misheppnaðan framúrakstur Ökumaður jeppa, sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi 20. desember síðastliðinn, slasaðist alvarlega í árekstrinum. Jepplingur, sem reynt hafði framúrakstur, lenti framan á bílnum með þessum alvarlegu afleiðingum. Innlent 27. desember 2021 11:43
Innbrot og eignaspjöll Nokkuð var um innbrot og eignaspjöll á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Innlent 27. desember 2021 06:33
Ungur ökumaður með tvo farþega á þakinu Líkt og greint var frá í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekkert fréttnæmt inn á sitt borð á jólanótt, að mati þess sem skrifaði dagbók lögreglunnar til fjölmiðla í gærmorgun. Lögregla fékk nokkur verkefni í nótt, en þó ekki mörg. Innlent 26. desember 2021 07:12
Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. Innlent 25. desember 2021 15:01
„Ekkert fréttnæmt“ Blaðamanni brá heldur betur í brún þegar hann hugðist fletta í gegnum dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Innlent 25. desember 2021 07:53
Neitaði að bera grímu á tónleikum Gauta og var handtekinn með hörku Karlmaður var handtekinn á tónleikunum Jülevenner í gær eftir að hafa neitað að bera grímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í dagbókarfærslu í morgun að maðurinn hafi verið handtekinn vegna brota á sóttvarnalögum og fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Innlent 24. desember 2021 14:49
Sóttvarnabrot og ofbeldi gegn lögreglu á Þorláksmessu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu. Innlent 24. desember 2021 07:21
Sagðist hafa ekið sofandi á ljósastaur á 85 km/klst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 113 rétt eftir klukkan 4 í nótt, þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sagðist hafa verið á 85 km/klst en jafnframt að orsök slyssins væru þau að hann hefði sofnað við aksturinn. Innlent 23. desember 2021 06:28
Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra. Innlent 23. desember 2021 06:18
Tuttugu og sex karlar og þrjár konur tekin fyrir akstur undir áhrifum um helgina Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Innlent 21. desember 2021 14:04
Ræða við vitni og aðila að slysinu á Suðurlandsvegi Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar slys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í gærkvöldi. Þrír voru fluttir á Landspítala. Innlent 21. desember 2021 13:38
Handtóku mann sem var að bera sig fyrir framan börn Nóttin var heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem þó handtók einn eftir að tilkynning barst um mann sem var að bera sig fyrir framan börn. Gisti hann fangageymslu. Innlent 21. desember 2021 06:17