

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Þyrla Gæslunnar sótti slasaða konu við Flekkudalsfoss
Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið var kallað á vettvang í gær eftir að tilkynnt var að kona hefði fallið á göngu við Flekkudalsfoss. Konan var slösuð og flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans.

Fengu tilkynningu um mann fastan undir vörubíl
Lögreglunni á Suðurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um að vörubíll hefði oltið út af vegi á Grímsnesi og að maður væri þar fastur undir.

Beinin sem fundust í Húnavatnssýslu ekki úr manni
Bein sem fundust í fjöru á Skaga í Húnavatnssýslu síðdegis í gær reyndust ekki vera mannabein. Talið var að um bein úr handleggi manns væri að ræða en svo reyndist ekki. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Mannabein fundust í fjöru í Húnavatnssýslu
Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.

Gekk berserksgang í sameign fjölbýlishúss
Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna óspekta bæði innan- og utandyra.

Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

„Ömurlegt að ár eftir ár geti þessi maður haldið ótrauður áfram“
Ung kona, sem lýsir því hvernig hún varð fyrir stöðugu áreiti eldri manns þegar hún var barn, segir kerfið taka þátt í ofbeldinu með því að líta í aðra átt. Sami maður fái að halda ótrauður áfram að áreita barnungar stúlkur.

Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani
Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar.

Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag.

Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki
Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag.

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi
Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Ætla að kæra Barnaland til lögreglu
Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni.

Von á tilkynningu frá lögreglu vegna hnífstunguárásar
Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins.

Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist
Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina.

Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða
47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Ungir ökumenn á ógnarhraða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar
Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu
Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun.

Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt
Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í nótt
Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Sextán ára drengur handtekinn fyrir vopnalagabrot
Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Sérsveitin kölluð út á sjó
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning þess efnis að báti hafi verið stolið í Kópavogshöfn.

Menn í annarlegu ástandi héldu lögreglu upptekinni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur tilkynningum í gærkvöldi og nótt vegna manna í annarlegu ástandi.

Með gjallarhorn í miðbænum
Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu.

Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur
Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti.

Lögregla lýsir eftir Mantas Telvikas
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Mantas Telvikas, 40 ára.

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni.

Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“
Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“.

Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum
Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni.

Fimm slösuðust í árekstri á mótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar
Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan 14. Fimm slösuðust í tveimur bílum þegar áreksturinn varð. Ekki er vitað um ástand þeirra.