

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Annasöm Eurovision-nótt hjá lögreglu
Nokkuð annasöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 110 komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þrír ungir menn handteknir grunaðir um líkamsárás
Þrír ungir menn voru handteknir á miðnætti í gær grunaðir um líkamsárás í Breiðholti. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi. Brutu þeir þá lögreglusamþykkt og fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Árekstur milli rútu og mótorhjóls
Árekstur varð milli rútu og mótorhjóls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar fyrir skemmstu. Enginn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar
Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi.

Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega.

Lögregla rannsakar 97 milljóna tap einstaklings á netinu
Lögregla hefur til rannsóknar mál einstaklings sem tapaði 97 milljónum króna á netsvikum. Að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tapar eldra fólk stærri fjárhæðum.

Handtóku meintan rafmagnshlaupahjólaþjóf
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í verslun og stolið tveimur rafmagnshlaupahjólum. Þá voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 111 fyir húsbrot, eignaspjöll og hótanir.

Handtekinn í miðbænum vegna gruns um kynferðisbrot
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu.

Ríkissaksóknari skipar lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að taka upp rannsókn líkamsárásar
Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því í febrúar síðastliðnum um að hætta rannsókn á ofbeldismáli, meðal annars vegna þess að lögregla óskaði ekki eftir myndum af áverkum né ræddi við vitni.

Leystu upp 200 manna unglingasamkomu í Guðmundarlundi
Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu unglingasamkomu í Guðmundarlundi, þar sem um 200 einstaklingar voru saman komnir.

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað.

Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna.

Komu akandi og köstuðu grjóti gegnum rúðu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til upp úr miðnætti nótt þar sem menn höfðu komið akandi að heimili og kastað grjóti í gegnum rúðu. Atvikið náðist á öryggismyndavélar og er málið í rannsókn.

Þingmenn þungt hugsi eftir umfjöllun Kompáss: „Vægast sagt sláandi“
Þingmönnum var mörgum hverjum mikið niðri fyrir þegar skipulögð glæpastarfsemi var rædd á þinginu í dag. Upphafsmaður umræðunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem telur ástæðu til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi.

312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir
Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur.

Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin
„Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi.

Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni
Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu.

Mikill erill, hávaði og ölvun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Um hundrað mál eru skráð í dagbók lögreglunnar og þar af mikið um hávaðatilkynningar og annað tengt ölvun.

Stöðvaðir í Kópavogi án skilríkja og dvalarleyfis
Lögreglan stöðvaði í dag bifreið í Kópavogi sem þrír voru í. Farþegar og ökumaður reyndust vera án skilríkja og dvalarleyfis.

Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum
Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn.

Tveir sautján ára í ofsaakstri
Lögregluþjónar mældu bíl á 160 kílómetra hraða á Miklubrautinni á öðrum tímanum í nótt en hámarkshraði þar er 80 kílómetrar á klukkustund. Þegar bíllinn hafði verið stöðvaður reyndist ökumaður hans sautján ára gamall.

Lögreglan reynir að staðsetja dularfulla ljósmynd og leitar til almennings
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings við að finna tökustað ljósmyndar sem hún hefur undir höndum. Myndin er sögð tengjast máli sem embættið er með til rannsóknar en ekki er greint nánar frá eðli málsins.

Sýndi ógnandi hegðun þegar honum var sagt að nota andlitsgrímu
Einstaklingur sem vildi ekki sinna grímuskyldu í verslun í Breiðholti fyrr í dag sýndi starfsmönnum ógnandi hegðun þegar þeir reyndu að ræða við hann. Þegar lögregla kom á staðinn var hann farinn af vettvangi en fannst þó skammt frá.

Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða
Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog.

Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika
Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja.

Grunaður um akstur undir áhrifum og laug til um nafn
Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns.

Ofbeldi, áreitni og einelti – að virða mörk í samskiptum
Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki.

Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns
„Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu.

Þrír karlar og ein kona ákærð í Rauðagerðismálinu
Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð í Rauðagerðismálinu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fjórmenningarnir eru allir ákærðir fyrir 221. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp og á það að hafa verið unnið í samverknaði.

Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans.