Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6. september 2023 17:52
Fjórtán ára ökumaður stöðvaður í miðborginni um hánótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni. Innlent 6. september 2023 06:31
„Þetta er óafsakanlegt“ Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Innlent 5. september 2023 22:24
„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Innlent 5. september 2023 19:14
Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. Innlent 5. september 2023 18:08
Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Innlent 5. september 2023 15:56
„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. Innlent 5. september 2023 13:37
Fjöldi brota færist nær því sem var fyrir heimsfaraldur Brotum um helgar fækkar á milli ára í heild en fjölgun er á tilkynningum um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. Innlent 5. september 2023 12:20
Þrír handteknir í aðgerðum lögreglu í Flúðaseli Þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í húsi í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Innlent 5. september 2023 12:14
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Innlent 5. september 2023 12:09
Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Innlent 5. september 2023 10:32
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. Innlent 5. september 2023 10:12
Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Innlent 5. september 2023 07:36
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4. september 2023 21:39
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4. september 2023 18:35
Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4. september 2023 18:22
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4. september 2023 17:35
Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4. september 2023 11:14
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4. september 2023 00:03
Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3. september 2023 18:42
Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3. september 2023 07:30
Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2. september 2023 11:03
Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2. september 2023 07:24
Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1. september 2023 06:12
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Lífið 31. ágúst 2023 14:45
Sérsveitin kölluð til vegna manns með hníf í miðborginni Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Var hann í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 31. ágúst 2023 06:16
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Innlent 30. ágúst 2023 20:22
Meintur Mentos-þjófur eltur á hlaupum en reyndist saklaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gær vegna ofurölvi einstaklinga. Einn lá meðvitundarlítill í runna, annar svaf ölvunarsvefni í íbúð og einn til viðbótar dormaði utandyra. Innlent 30. ágúst 2023 06:29
Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29. ágúst 2023 23:41
Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29. ágúst 2023 21:56