Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum

Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er óafsakanlegt“

Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“

Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. 

Innlent
Fréttamynd

„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mann­réttinda­brot“

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni.

Innlent
Fréttamynd

Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á að sjúkra­lið taki við skipunum frá lög­reglu

Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla hafi bakað ríkinu bóta­skyldu

Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn.

Innlent
Fréttamynd

Mútumálið á Sel­fossi komið á borð héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Innlent
Fréttamynd

Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir.

Innlent
Fréttamynd

Ók móti umferð og á aðra bíla

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Var rændur og þurfti á slysadeild

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“

Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin.

Lífið