Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Tónlist 27. júlí 2021 23:10
Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Lífið 27. júlí 2021 22:49
Draugabanarnir snúa aftur Draugabanarnir svara kallinu á nýjan leik. Sony birti í dag nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ghostbusters: Afterlife, sem er framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989. Bíó og sjónvarp 27. júlí 2021 20:53
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. Innlent 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Innlent 27. júlí 2021 15:34
Tónlistarmyndbandið sé stutt teiknimynd Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað. Tónlist 26. júlí 2021 14:06
Ljósmyndasýning á Hvolsvelli opin allan sólarhringinn Mikil aðsókn hefur verið að útiljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar í sumar en þar sýna áhugaljósmyndarar myndir sínar, sem allar eru teknar í héraði. Sýningin er opinn allan sólarhringinn. Innlent 25. júlí 2021 20:05
Gísli Pálmi hótar að taka aftur yfir leikinn og byrjar á stærstu tónleikum ársins Hann gæti í alvöru verið að hefjast, GP kafli tvö, sem rappþjóðin Ísland hefur beðið í ofvæni frá því að GP droppaði árið 2015. Eftir nokkur ár undir feldi boðar Gísli Pálmi nýja tíma, sem hann hringir inn með sögulegum tónleikum í Gamla bíó í kvöld. Tónlist 24. júlí 2021 15:58
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. Lífið 23. júlí 2021 17:14
Witcher-leikarar komnir til landsins Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós. Lífið 23. júlí 2021 14:32
Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Tónlist 23. júlí 2021 11:29
Bassi Maraj gefur út lag Hinsegin daga 2021 Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu. Tónlist 23. júlí 2021 09:37
Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum. Innlent 22. júlí 2021 20:15
Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert. Innlent 21. júlí 2021 19:41
„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Lífið 21. júlí 2021 17:04
Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. Lífið 21. júlí 2021 15:13
Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum. Tónlist 21. júlí 2021 13:55
Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Tónlist 21. júlí 2021 13:43
Bassi Maraj, Dóra Júlía og Floni á Húkkaraballinu Floni, Bassi Maraj og Dóra Júlía verða meðal þeirra tónlistarmanna sem munu halda uppi stemningunni á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd. Tónlist 21. júlí 2021 08:50
Draumfarir gefa út plötuna Sögur af okkur Hljómsveitin Draumfarir gaf út fimm laga EP plötuna Sögur af okkur, síðasta föstudag. Hljómsveitina skipa þeir Ragnar Már Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson. Tónlist 20. júlí 2021 14:35
Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. Bíó og sjónvarp 20. júlí 2021 12:00
Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“ Lífið 19. júlí 2021 20:45
Love Island-stjarna sögð eiga leynilegan kærasta Love Island-stjarnan Lucinda Strafford er sögð eiga í ástarsambandi við fótboltamanninn, Aaron Connoly, sem bíður hennar heima á meðan hún tekur þátt í stefnumótaþættinum. Lífið 19. júlí 2021 10:45
Teiknari Múhameðsmyndanna er látinn Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára. Erlent 18. júlí 2021 18:19
Hin brasilísk-íslenska Céu De Agosto hlaut viðurkenningu á Cannes Céu De Agosto, eða Ágústhiminn, stuttmynd brasilíska leikstjórans Jasmin Tenucci hlaut sérstaka viðurkenningu á verlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi. Bíó og sjónvarp 18. júlí 2021 12:06
Britney ætlar ekki að spila á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferlinum Söngkonan Britney Spears segist ekki ætla að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferli hennar. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið með forræði yfir söngkonunni frá árinu 2008 og hefur Britney lýst því að hún hafi engin völd yfir eigin lífi. Lífið 18. júlí 2021 10:11
Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Bíó og sjónvarp 17. júlí 2021 20:31
Tónlist bönnuð á Mykonos vegna Covid Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í dag nýjar takmarkanir vagna kórónuveirufaraldursins. Takmarkanirnar eiga við grísku ferðamannaeyjuna Mykonos en þær fela í sér meðal annars bann við tónlist á veitingastöðum og krám. Erlent 17. júlí 2021 13:25
Biz Markie er látinn 57 ára að aldri Rapparinn Biz Markie er látinn, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu. Erlent 17. júlí 2021 08:45
„Ég sé enga leið út úr þessu“ Magnús Kjartansson er risi í íslenskri tónlistarsögu; rokkstjarna og bakhjarl ýmissa merkra tónlistarverkefna í senn. Magnús fagnaði sjötugsafmæli sínu í mánuðinum og hver hefði nú trúað því? Hann er enn að. Á fullu. Tónlist 17. júlí 2021 07:01