

Olís-deild karla
Leikirnir

Jóhann Gunnar með sýnikennslu: „Það er ekki bara Dagur Sigurðsson sem má standa upp í þessum þætti“
Mikk Pinnonen átti mjög góðan leik þegar Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni, 27-30, í 14. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Eistinn lét mikið að sér kveða í leiknum og skoraði sjö mörk.

Seinni bylgjan: Tveggja íþrótta undur á Selfossi
Selfoss fer inn í jólafríið í 4. sæti Olís-deildar karla. Selfyssingar unnu 36-29 sigur á Fram í síðasta leik sínum fyrir áramót.

Gunnar Berg ósáttur með Hákon Daða: Hann klúðraði þessu stigi fyrir Hauka
Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði FH sigur á Haukum, 30-29, í Hafnarfjarðarslagnum í gær.

Halldór: Við erum með frábært lið
FH vann dramatískan sigur á nágrönnum sínum í Haukum í Kaplakrika í kvöld

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði
Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum.

Teitur Örn æfir með Kristianstad
Selfyssingurinn skotfasti, Teitur Örn Einarsson, mun æfa og skoða aðstæður hjá Kristianstad á næstu dögum.

Stoltið og toppsætið undir í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld
Hafnarfjörðurinn nötrar þegar FH og Haukar mætast í næstsíðasta leik ársins í Olís-deild karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 36-29 | Aldrei spurning á Selfossi
Selfyssingar halda í við topplið Olís-deildarinnar á leiðinni í jólafríið en þeir unnu sannfærandi sjö marka sigur á Fram á heimavelli í kvöld en leikurinn var í raun búinn í hálfleik.

Einar Andri: Gef þeim hæstu einkunn fyrir þennan leik
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var afar sáttur með sigurinn á Stjörnunni og frammistöðu sinna manna.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 27-30 | Mosfellingar enduðu árið á sigri
Afturelding vann sinn sjötta sigur í síðustu átta deildarleikjum þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, 27-30, í 14. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 33-25 | Eyjamenn upp í annað sætið
Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í átta marka sigri ÍBV gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag 33-25 en með sigrinum eru Eyjamenn komnir upp fyrir Val í annað sæti Olís-deildarinnar.

Kristján Örn: Þurfum að fara að fá þessi helvítis stig
Kristján Örn Kristjánsson var svekktur að fá ekki að minnsta kosti stig út úr leik Fjölnis gegn Val í kvöld en eftir að hafa verið tíu mörkum undir um tíma í seinni hálfleik náðu Grafarvogs-menn að minnka muninn í þrjú mörk.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Víkingur 30-28 | Baráttuglaðir Víkingar náðu ekki að bjarga stigi
Laskaðir ÍR-ingar gerðu nóg til að vinna nauman tveggja marka sigur á Víkingum í Breiðholti í 14. umferð Olís-deildar karla í dag en eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks náðu Víkingar að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 34-31 | Kaflaskiptur leikur á Hlíðarenda
Þrátt fyrir að aðeins hafi munað þremur mörkum í lokin var sigur Valsmanna ekki í hættu í 34-31 sigri gegn Fjölni í Olís-deild karla en gestirnir úr Grafarvoginum náðu að laga stöðuna töluvert á lokakaflanum.

Svona litu þjálfarar KA og Selfoss út fyrir 20 árum síðan
KA mætir Selfossi í kvöld í Coca Cola-bikarnum og þar mætast þjálfarar sem hafa þekkst síðan annar þeirra var aðeins ungur drengur.

Grótta slapp með skrekkinn á Akureyri | Auðvelt hjá meisturunum
Tveir leikir fóru fram í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í kvöld. Grótta og Valur komust þá áfram.

Aron Rafn: Skiljanlegt ef ég verð ekki valinn í landsliðið
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki staðið undir væntingum hjá ÍBV í vetur en hrökk loksins í gang í leiknum gegn Haukum á dögunum.

Seinni bylgjan: Gísli væri ekki að fara til Kiel án FH
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar setja spurningamerki við það að FH fái ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson.

Risinn vaknaði í Eyjum: „Vonandi er þetta byrjunin á einhverju stórkostlegu“
Aron Rafn Eðvarðsson jafnaði meðaltalið sitt í vörðum skotum á fimmtán mínútum.

Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega
Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum.

Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað
Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson.

Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember
Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld.

Hafa tapað síðustu fimm leikjum með 42 mörkum
Fram sá aldrei til sólar þegar liðið tók á móti Stjörnunni í 13. umferð Olís-deildar karla í gær.

Guðmundur Helgi: Næ í þriðja flokkinn ef þetta heldur svona áfram
"Einfaldlega til háborinnar skammar. Ég skammast mín fyrir mitt lið,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, sem var að vonum ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna, 20-30, gegn Stjörnunni í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 20-30 | Framarar eins og lömb leidd til slátrunar
Stjarnan náði mest fjórtán marka forskoti í fyrri hálfleik og hreinlega gekk yfir Framara í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot
Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH.

Theodór sá markahæsti frá upphafi
Theodór Sigurbjörnsson varð í gær markahæsti leikmaður ÍBV í handbolta frá upphafi.

Enginn deildarbikar í handboltanum
HSÍ staðfesti í dag að það verði enginn deildarbikar í handboltanum á milli jóla og nýárs þetta árið.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 22-27 | Fyrsti sigur Valsmanna í 20 daga
Valsmenn sóttu tvö stig í Víkinga og enduðu tveggja leikja taphrinu sína í Olís-deild karla í handbolta. Valsliðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik og náði sex sex marka forystu í seinni hálfleik.

Umfjöllun: Grótta - ÍR 26-26 | Eitt stig á lið á Nesinu
Grótta og ÍR gerðu 26-26 í spennuleik á Seltjarnarnesi. Gróttumenn skoruðu jöfnunarmarkið en bæði lið fengu tækifæri til að skora eftir það. Gróttuliðið náði fjögurra marka forkosti í seinni hálfleiknum en ÍR-ingar gáfust ekki upp.