

Olís-deild karla
Leikirnir

„Gott að ná að spila svona mikið“
Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 30-28 | Sigur í endurkomu Arons
FH byrjaði Olís-deild karla á sigri gegn Aftureldingu 30-28. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur.

„Er stoltur að vera FH-ingur eftir svona dag“
FH vann tveggja marka sigur á Aftureldingu 30-28. Aron Pálmarsson, spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í 14 ár og var í skýjunum með móttökurnar.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur R. 35-26 | Valur kafsigldi Víking þegar líða tók á leikinn
Valur bar sigurorð af Víkingi, 35-26, þegar liðið fékk nýliða Víkings í heimsókn í fyrstu umferð í Olísdeild karla í handbolta í Origo-höllina að Hlíðarenda í kvöld.

Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár.

Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“
Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val.

Selfyssingar sækja Svein Andra til Þýskalands
Handknattleiksdeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta.

Kynda undir heimkomu Arons með skemmtilegu myndbandi: „Ég væri helst til í að fylla Krikann“
Spennan fyrir fyrsta leik Arons Pálmarssonar með FH í fjórtán ár eykst stöðugt og FH-ingar kynntu undir spenninginn með skemmtilegu myndbandi með honum.

„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“
Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin.

Aron leiðir FH til sigurs og Val líka spáð yfirburðum
Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor.

Veðrið setur strik í reikninginn og Meistarakeppni HSÍ verður flýtt
Meistarakeppni HSÍ, þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast í upphafi keppnistímabils, hefur verið flýtt vegna slæmrar veðurspár.

Með háleit markmið þrátt fyrir mun yngri hóp en á síðustu leiktíð
Það hafa orðið miklar breytingar á liði Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta fyrir komandi tímabil. Stefnt er að því að byggja upp á ungum og efnilegum Stjörnumönnum.

Olís-deildirnar í myndavélum með gervigreind
Það eru innan við tvær vikur í að Olís-deildirnar í handbolta renni af stað en þrátt fyrir það hefur ekki enn verið kynnt hvernig sjónvarpsmálum verður háttað í vetur.

Óli Stef hefur áhyggjur af stöðu mála: „Vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak“
Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson hefur áhyggjur af því hvernig mál standa varðandi sýningarrétt á Olís deildum karla og kvenna í handbolta. Hann vill ekki að þessum málum „sé klúðrað með einhverju kæruleysi“ en nú, þremur vikum fyrir upphaf komandi tímabils er ekki víst hvar deildirnar munu “eiga heima.“

Verða með japanskan leikmann fjórða tímabilið í röð
Grótta heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil í Olís-deild karla og hefur samið við japanska markvörðinn Shuhei Narayama.

Carlos hættur hjá Herði
Carlos Martin Santos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari handboltaliðs Harðar.

Grótta fær tvo leikmenn frá Haukum
Grótta hefur sótt tvo leikmenn frá Ásvöllum fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Um er að ræða hinn 19 ára gamla Andra Fannar Elísson og hinn 22 ára gamla Ágúst Inga Óskarsson.

„Er ekki að fara að skora tíu mörk í leik“
Ein óvæntasta íþróttafrétt ársins kom í vikunni er Alexander Petersson tilkynnti að hann hefði rifið skóna niður úr hillunni, 43 ára gamall, og samið við Valsmenn.

Alexander dregur fram skóna og spilar fyrir Valsmenn
Silfurdrengurinn Alexander Petersson hefur mjög óvænt dregið skóna niður úr hillunni og ætlar sér að spila í Olís-deildinni í vetur.

Aron mætir bikarmeisturunum í fyrsta leik
Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda.

„Eins og staðan er núna yrði ég ekki hissa þó hann kæmi ekki“
Þjálfaramál handknattleiksliðs Harðar eru í lausu lofti fyrir næsta tímabil. Forsvarsmenn liðsins vonast enn eftir því að Carlos Martin verði við stjórnvölinn en hafa kannað áhuga hjá öðrum þjálfurum.

Roland Eradze ráðinn til ÍBV
Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV.

ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“
Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum.

Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“
Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir.

„Við ætluðum alltaf að komast í undanúrslit“
Ísland fagnaði þriðja sætinu á heimsmeistaramóti U21-árs liða í handbolta um helgina. Leikmaður liðsins segir árangurinn góðan stökkpall fyrir leikmenn liðsins sem allir leika í Olís-deildinni.

ÍBV nældi í Portúgala í stöðu Rúnars
ÍBV hefur fundið arftaka Rúnars Kárasonar í stöðu hægri skyttu fyrir næstu handboltaleiktíð en það er Portúgalinn Daniel Vieira.

„Þetta er það sem deildin okkar stendur fyrir“
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir tuttugu og eins árs mætir Portúgal í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þjálfari FH segir möguleika á sæti í undanúrslitum klárlega vera til staðar.

Plötusnúðsferillinn á ís hjá nýjasta atvinnumanni Íslands
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Stiven Tobar Valencia er fyrsti Íslendingurinn til þess að semja við portúgalskt félagslið. Hann ætlar að stimpla sig strax inn sem leikmaður Benfica.

Valur staðfestir komu Antons: Mun sinna þremur stöðum innan félagsins
Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í handbolta en auk þess verður hann aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla sem og leikmaður liðsins. Allt þetta staðfestir Valur í tilkynningu.

Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana
Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.