Logi: Mikill léttir að vinna þennan leik "Við erum hrikalega ánægðir með þennan sigur í dag. Þetta var ekki frábær leikur hjá okkur en við unnum. Ég er ógeðslega ánægður með það," sagði Logi Geirsson við Þorkel Sigurbjörnsson hjá Rúv eftir sigur FH á Val í dag. Handbolti 13. nóvember 2010 17:25
Ernir Hrafn: Lykilmenn eru að klikka Valsarinn Ernir Hrafn Arnarson var brúnaþungur eftir sjötta tap Vals í N1-deild karla. Valur hefur ekki enn unnið leik í deildinni og það er mikil krísa á Hlíðarenda. Handbolti 13. nóvember 2010 17:22
Botnlið Vals engin fyrirstaða fyrir FH FH komst aftur á sigurbraut í N1-deild karla í dag er liðið vann góðan útisigur á Val, 26-30, en FH leiddi með tveim mörkum í leikhléi, 13-15. Handbolti 13. nóvember 2010 17:16
HK-ingar á miklu skriði - myndir HK vann í gærkvöldi sinn fimmta leik í röð í N1 deild karla og er nú tveimur stigum á efttir toppliði Akureyrar eftir sex umferðir. HK vann 36-34 sigur á Íslandsmeisturum Hauka í gær og var sigurinn mun öruggari en lokatölurnar gefa tilefni til að halda. Handbolti 12. nóvember 2010 08:00
Daníel Berg: Með frábært byrjunarlið Daníel Berg Grétarsson átti frábæran leik í kvöld eins og svo margir í liði HK sem vann Hauka í N1-deild karla í kvöld, 36-34. Handbolti 11. nóvember 2010 22:00
Freyr: Fyrri hálfleikur fór með okkur Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka, segir að Haukar eigi að geta gert miklu betur en þeir gerðu gegn HK í kvöld. HK-ingar unnu, 36-34, eftir að hafa skorað 20 mörk í fyrri hálfleik. Handbolti 11. nóvember 2010 21:59
Björn Ingi: Leikgleðin skilar miklu Björn Ingi Friðþjófsson hefur staðið sig mjög vel í marki HK í upphafi leiktíðar og það breyttist ekki í kvöld er hans menn unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka í N1-deild karla, 36-34. Handbolti 11. nóvember 2010 21:57
Guðjón: Herslumuninn vantar Guðjón Finnur Drengsson átti virkilega góðan leik fyrir Selfyssinga í kvöld en það dugði þó ekki til. Liðið tapaði með fimm mörkum norðan heiða fyrir Akureyri, 34-29. Handbolti 11. nóvember 2010 21:21
Framarar unnu Aftureldingu í Safamýrinni Framarar unnu 34-27 sigur á Aftureldingu í Safamýrinni í kvöld. Framliðið var með frumkvæðið allan leikinn og var 17-13 yfir í hálfleik. Það vakti kannski mesta athygli að leikmenn liðanna voru reknir útaf í 34 mínútur í leiknum. Handbolti 11. nóvember 2010 21:14
Guðlaugur: Njótum velgengninnar meðan er Guðlaugur Arnarsson sýndi gamalkunna takta í sókninni þegar Akureyri vann Selfoss í N1-deild karla í kvöld. Hann fór auk þess fyrir góðri vörn liðsins líkt og alltaf. Handbolti 11. nóvember 2010 21:12
Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Handbolti 11. nóvember 2010 21:02
Umfjöllun: Akureyri enn ósigrað Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Handbolti 11. nóvember 2010 19:45
Líf og fjör í boltanum í kvöld Það er mikið að gerast í íslensku íþróttalífi í kvöld en þá er leikið í efstu deildunum í handbolta og körfubolta. Handbolti 11. nóvember 2010 17:30
Haukar lögðu Selfyssinga Haukar eru komnir upp í sex stig í N1-deild karla eftir sigur á Selfossi í dag, 31-25. Handbolti 6. nóvember 2010 17:39
Jóhann Gunnar: Liðið varð gott þegar ég kom „Það er frábært að vinna meistaraefnin á þeirra heimavelli,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn á FH í kvöld. Framarar unnu frábæran sigur á FH ,33-38, í fimmtu umferð N1 deild-karla í kvöld. Handbolti 4. nóvember 2010 22:39
Einar Andri: Komumst aldrei í takt við leikinn „Þetta var langt frá því að vera ásættanlegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Fram í kvöld. FH tapaði 33-38 gegn Fram í fimmtu umferð N1 deild-karla. Handbolti 4. nóvember 2010 22:28
Reynir Þór: Við eigum mikið inni Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum mjög ánægður með leik sinna manna í kvöld en Framarar unnu frábæran sigur á FH-ingum 33-38 í fimmtu umferð N1-deild karla. Handbolti 4. nóvember 2010 22:24
Umfjöllun: Framarar of sterkir fyrir andlausa FH-inga Framarar unnu frábæran sigur á FH-ingum, 33-38, í fimmtu umferð N1-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Gestirnir höfðu undirtökin nánast allan leikinn en FH-ingar voru samt alltaf við hæla þeirra. Handbolti 4. nóvember 2010 22:16
Bjarni: Stemningin var eins og í jarðarför „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en það er gott að ná sigri hér, við vorum mjög lélegir í sókninni og náðum engum hraðaupphlaupum. Vörnin hélt hinsvegar og voru mjög góðir í leiknum. Við hins vegar vorum vissir að við myndum ná að klára þetta ef við náðum nokkrum hraðaupphlaupum sem við náðum," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. eftir 23-17 sigur á Val í Vodafone höllinni í kvöld. Handbolti 4. nóvember 2010 21:13
Valdimar Þórs: Við gátum eitthvað í þessum leik „Við erum búnir að fá á okkur allt of mörg mörk í hverjum leik og við erum því ánægðir með hvernig vörnin okkar spilaði. Við héldum þeim lengi vel niðri og þeir voru alltaf í vandræðum í sóknarleiknum sínum, við bara náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum. Þar liggur sigurinn," sagði Valdimar Þórsson leikmaður Vals eftir 23-17 tap gegn Akureyri í Vodafone höllinni. Handbolti 4. nóvember 2010 21:11
N1-deild karla: Sigrar hjá Fram og HK Það gengur ekki sem skildi hjá meistaraefnunum í FH um þessar mundir en liðið tapaði sínum öðrum leik í vetur í kvöld er Fram kom í heimsókn í Krikann. Lokatölur 38-34 fyrir Fram. Handbolti 4. nóvember 2010 21:04
Umfjöllun: Akureyri stráði salti í sár Valsmanna Leikur Vals og Akureyringa fór fram í kvöld í Vodafone höllinni og fóru Akureyringar með 23-17 með sigur af hólmi. Með þessu eru þeir enn á topp N1 deildarinnar og hafa unnið alla sína leiki. Handbolti 4. nóvember 2010 19:58
Baldvin Þorsteinsson til liðs við FH Baldvin Þorsteinsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði Vals síðustu ár, er genginn til liðs við FH og verður með Hafnarfjarðarliðinu í N1 deild karla í vetur. Handbolti 29. október 2010 15:39
Guðmundur: Okkur ekki til sóma að spila svona Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var heldur betur ekki sáttur við spilamennsku liðsins gegn Lettlandi þó sigur hafi unnist. Handbolti 28. október 2010 01:45
Sverre: Mikill léttir að ná sigri „Þetta hafðist og það er eiginlega það eina jákvæða sem hægt er að taka úr leiknum,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld. Handbolti 27. október 2010 21:45
Logi Geirs: Markmiðin að koma úr móðunni „Ég er búinn á því, batteríin eru alveg tóm,“ sagði Logi Geirsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld. „Ég er búinn að vera veikur í viku. Hef verið með einhverja helvítis flensu og á pensilíni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður gerir þetta svo maður er orðinn vanur.“ Handbolti 27. október 2010 21:37
Alexander líklega ekki með gegn Lettum Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir Lettlandi í undankeppni EM 2012 á miðvikudagskvöldið. Handbolti 25. október 2010 22:28
Hamrarnir og Fram komust áfram í bikarnum 32-liða úrslitum Eimskips bikar karla í handbolta lauk í gær með tveimur leikjum. Fram og utandeildarliðið Hamrarnir frá Akureyri tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitunum. Handbolti 24. október 2010 12:15
Kristinn: Getum unnið hvaða lið sem er Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var afar kátur eftir sigurinn á FH í dag og mátti líka vera það þar sem strákarnir hans spiluðu magnaðan leik. Handbolti 23. október 2010 17:29
Einar Andri: Mættum ekki tilbúnir í leikinn Einar Andri Einarsson, aðstoðarþjálfari FH, var að vonum ekki nógu ánægður eftir fyrsta tap FH í vetur en FH tapaði gegn HK í Digranesinu i dag. Handbolti 23. október 2010 17:26