
Tekur fimmtánda tímabilið með FH
Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.
Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.
Íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson hafa stofnað fyrirtækið Hugrænn styrkur þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir afreksfólk í íþróttum.
Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps.
HK-ingar hafa samið við hornamennina Leó Snær Pétursson og Andra Þór Helgason um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta.
Benedikt Gunnari Óskarssyni er greinilega fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann skoraði nefnilega tvö mörk í 4. deildinni í fótbolta í gær.
Línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson er genginn í raðir Þórs á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl hjá Stjörnunni.
Íþróttastjóri Kiel staðfestir að félagið hafi rætt við Aron Pálmarsson um möguleikann á að snúa aftur á fornar slóðir.
Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í.
Karlalið ÍBV í handknattleik hefur verið duglegt að safna liði síðustu daga og í dag var tilkynnt að varnarmaðurinn öflugi, Róbert Sigurðarson, væri á leið aftur til Eyja.
Grótta hefur samið við hornamanninn Sæþór Atlason um að leika mað liðinu á komandi leiktíð í Olís-deild karla í handbolta.
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV.
Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag. Íslandsmeistararnir Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valdir mikilvægustu leikmenn Olís-deildanna.
Aðalsteinn Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Víkingi. Hann tekur einnig við sem yfirmaður handknattleiksmála félagsins.
Einar Baldvin Baldvinsson er genginn til liðs við Aftureldingu í Olís-deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum.
Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði.
Gunnar Steinn Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Fjölni og mun stýra liðinu í Olís deild karla á næsta tímabili.
Silfurlið síðasta tímabils í Olís-deild karla, Afturelding, hefur sami við tvo færeyska leikmenn. Þetta eru þeir Sveinur Ólafsson og Hallur Arason.
Aron Pálmarsson varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með FH. Takmark sem hann stefndi að með uppeldisfélaginu allt frá heimkomu fyrir tímabilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja umræðuna um möguleg endalok á hans ferli.
Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum.
Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011.
FH varð Íslandsmeistari í handbolta í kvöld eftir að hafa sigrað Aftureldingu. Leikurinn fór 31-27 og var þetta þriðji sigur FH í úrsliteinvíginu.
Stuðningsmenn FH réðu sér vart fyrir kæti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í handbolta karla í kvöld.
FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika.
Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer. Hann hefur leikið með Val allan sinn feril.
Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld.
Aron Pálmarsson steig upp undir lok leiks er FH-ingar tóku forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla með dramatískum eins marks sigri gegn AFtureldingu í kvöld, 27-26.
„Þetta var náttúrulega bara rosalegt,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tryggði sér eins marks sigur gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla.