Vegum lokað víða um land vegna veðurs Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Innlent 22. janúar 2018 22:09
„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Innlent 22. janúar 2018 06:48
Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. Innlent 21. janúar 2018 17:16
Óveður í aðsigi á Suðurlandi Á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við lokunum á vegum vegna óveðursins en mjög slæmt ferðaveður verður á svæðinu í dag. Innlent 21. janúar 2018 07:23
Von á djúpri lægð á morgun Þá verður ágætis vetrarveður í flestum landshlutum í dag en frost gæti slagað í tveggja stafa tölu. Innlent 20. janúar 2018 09:03
Afleitt vetrarveður í kortunum Þó svo að mörgum Íslendingum kunni að hafa verið kalt í morgun ættu þeir að dúða sig enn betur ef marka má kort Veðurstofunnar. Innlent 19. janúar 2018 06:18
Hollendingar deila rosalegum myndböndum af óveðrinu Í það minnsta fimm hafa látist í storminum. Erlent 18. janúar 2018 21:51
Engin hlýindi á næstunni Kuldaboli mun áfram hrella landsmenn næstu daga. Innlent 18. janúar 2018 06:16
Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ Innlent 17. janúar 2018 18:34
Hrollkalt í dag Það gæti orðið vart við stöku él við suðvesturströndina. Innlent 17. janúar 2018 06:14
Rútur festust þvert á veginum á Mosfellsheiði og Ísafjörður einangraður Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Innlent 16. janúar 2018 20:38
Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“ Mosfellsheiði er enn lokuð og björgunarsveitarfólk vann hörðum höndum í tvo klukkutíma við að losa tvær rútur og fjölda smærri bíla sem sátu fastir á heiðinni. Meðfylgjandi myndband sýnir hversu erfiðar aðstæður voru á svæðinu. Innlent 16. janúar 2018 20:30
Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. Innlent 16. janúar 2018 18:29
Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. Innlent 16. janúar 2018 17:15
Mosfellsheiði lokað vegna veðurs Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað en þar er ekkert ferðaveður Innlent 16. janúar 2018 15:18
Lokuðu Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veðurstofan áætlar að mikil hætta sé á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum en þar gæti orðið mjög hvasst þegar líður á daginn, jafnvel stormur. Innlent 16. janúar 2018 06:21
Súðavíkurhlíð verður lokað eigi síður en klukkan sex í fyrramálið Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi með úrkomu á norðanverðum Vestfjörðum í fyrramálið. Innlent 15. janúar 2018 21:25
Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála Innlent 15. janúar 2018 19:00
Búið að opna veginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Innlent 15. janúar 2018 17:23
Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 15. janúar 2018 11:27
Varhugaverðar akstursaðstæður víða Nú á níunda tímanum í morgun var hálka eða snjóþekja og éljagangur á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi en þæfingsfærð á Grafningum. Innlent 15. janúar 2018 08:30
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. Innlent 15. janúar 2018 07:06
Lægðin margumrædda ekki lokið sér af Minniháttar breytingar á staðsetningu lægðarinnar getur haft miklar breytingar í för með sér. Innlent 15. janúar 2018 06:20
Búið að opna Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli Þar er þó einhver hálka og eru ökumenn beðnir um að hafa varann á. Innlent 15. janúar 2018 00:27
„Það verður áfram leiðindaveður í nótt“ Fylgdarakstur er nú yfir Þrengslin og verður áfram með kvöldinu ef aðstæður leyfa. Innlent 14. janúar 2018 22:30
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Innlent 14. janúar 2018 17:21
„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Innlent 14. janúar 2018 12:27
Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. Innlent 14. janúar 2018 10:18
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. Innlent 14. janúar 2018 07:18