Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Þórhallur hættir hjá Sýn

Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ

Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Fimm sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár

Fimm einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands sem auglýst var í apríl síðastliðnum. Alls bárust átta umsóknir en þrír hafa dregið umsóknir sínar til baka. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Andri segir upp og biður konunnar

Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm konur í stjórn Svars

Sex manna stjórn tæknifyrirtækisins Svar er skipuð fimm konum. Eigandi fyrirtækisins segir enga sérstaka ákvörðun um að raða svona í stjórnina hafa verið tekna. Áhugi kvenna á tæknimálum sé alltaf að aukast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raj Soni nýr framkvæmdastjóri Meniga

Fjártæknifyrirtækið Meniga hefur skipað Dheeraj (Raj) Soni sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Í tilkynningu segir að Soni hafi víðtæka reynslu af stjórnun vaxtarfyrirtækja og muni stýra Meniga í gegnum tímabil vaxtar og langtímaþróunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðalsteinn hættir tveimur árum á undan áætlun

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Embættið verður auglýst til umsóknar á næstu dögum. Hann segist hafa átt frumkvæðið að því að hætta sjálfur. Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára í febrúar árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Fer frá Arion til Arctica Finance

Þórbergur Guðjónsson, reynslumesti starfsmaður Arion í fyrirtækjaráðgjöf, hefur sagt upp stöfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arctica Finance.

Innherji
Fréttamynd

Logi Bergmann aftur á skjánum

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi.

Innlent