

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Katrín frá Nova til Heimkaupa
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri markaðsmála Heimkaups samstæðunnar.

Benedikt Rafn nýr birtingarstjóri Datera
Benedikt Rafn Rafnsson hefur verið ráðinn í starf birtingastjóra birtinga- og ráðgjafafyrirtækisins Datera.

Anita Brá nýr forstöðumaður hjá Advania
Anita Brá Ingvadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns þjónustuupplifunar, sem er nýtt svið innan Advania.

Friðrik fyrsti forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka
Friðrik Ársælsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka og er um nýja stöðu að ræða innan bankans. Lögfræðiráðgjöf heyrir undir nýjasta svið bankans, rekstur og menningu.

Atli, Sólrún og Tinna ráðin til Motus
Innheimtufyrirtækið Motus hefur ráðið til starfa þau Atla Hjaltested, Sólrúnu Dröfn Björnsdóttur og Tinnu Björk Bryde. Atli er nýr viðskiptastjóri, Sólrún er nýr vörustjóri innheimtu og Tinna nýr viðskiptaþróunarstjóri.

Ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar
Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði tryggingum. Einar mun hefja störf 1. janúar næstkomandi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Tekur við stöðu forstjóra Teya
Brian Jeffrey Gross hefur verið ráðinn forstjóri fjártæknifyrirtækisins Teya. Hann tekur við stöðunni af Jónínu Gunnarsdóttur.

Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Icelandair Cargo
Einar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Cargo en hann hefur sinnt starfinu tímabundið frá 14. september síðastliðinn. Hann tekur við stöðunni af Gunnari Má Sigurfinnssyni sem lét af störfum í september.

Marta Rós Karlsdóttir ráðin framkvæmdastjóri hjá Baseload Power
Marta Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Baseload Power á Íslandi. Hún mun gegna lykilhlutverki við þróun jarðvarmaverkefna sem nýta lághita til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.

Gunnar Már ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY
Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim.

Leiðir nýsköpun og þróun hjá Héðni
Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf.

Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar
Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum.

Ásta Guðmundsdóttir í framkvæmdastjórn Icelandia
Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, hafa ráðið Ástu Guðmundsdóttur sem framkvæmdastjóra ferðasviðs en fyrirtækið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Böðvar Örn tekur við Eimskip í Hollandi
Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eimskips í Hollandi, sem tilheyrir alþjóðasviði félagsins, og mun hefja störf þar í næstu viku.

Ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands
Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, en starfið var auglýst í ágúst síðastliðnum. Hún tekur við starfinu af Andra Heiðari Kristinssyni sem bættist nýverið í eigendahóp Frumtaks Ventures.

Marel lækkaði um rúm sex prósent
Gengi bréfa í Marel lækkaði um 6,42 prósent í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi var greint frá því að forstjóri félagsins væri hættur eftir tíu ára starf.

Fernando Costa nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls
Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Sigríður Hrefna ráðin forstjóri Nóa Síríusar
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Nóa Síríusar. Þóra Gréta Þórisdóttir sem verið hefur tímabundið starfandi forstjóri mun á sama tíma hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri Nóa Síríusar.

Þórdís Anna nýr framkvæmdastjóri fjármála 66° Norður
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður og hefur þegar hafið störf.

Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion
Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel.

Auður ný framkvæmdastýra Kvenréttindafélags
Auður Önnu Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og hefur hún þegar hafið störf. Auður hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Landverndar.

Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu.

Finnur ráðinn verkefnastjóri vegna stofnunar þjóðaróperu
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Tólf sóttu um starfið.

Gunnhildur Edda ráðin framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar
Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að ráða Gunnhildi Eddu Guðmundsdóttur í starf framkvæmdastjóra sjálfseignarstofnunarinnar. Gunnhildur Edda tekur við starfinu af Sunnevu Hafsteinsdóttur.

Kristján er nýr regluvörður Kviku banka
Kristján Valdimarsson hefur verið ráðinn í starf regluvarðar Kviku banka. Kristján tekur við starfinu af Ernu Heiðrúnu Jónsdóttur sem hefur tekið við sem ritari stjórnar bankans og mun starfa á lögfræðisviði. Regluvörður heyrir undir forstjóra bankans.

Prófessor með bakgrunn hjá NCAA, NFL og NBA til HR
Dr. Hugh Fullagar hefur verið ráðinn til starfa sem prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hugh kemur til HR frá University of Technology í Sydney.

Þorvaldur er nýr tæknistjóri Miðeindar
Þorvaldur Páll Helgason hefur gengið til liðs við Miðeind, hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur að máltækni og gervigreind fyrir íslensku. Hann tekur við starfi tæknistjóra (CTO) og hefur yfirumsjón með tækni- og vöruþróun fyrirtækisins.

Nýr forstöðumaður hjá Arion kemur frá Landsbankanum
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Hún kemur til Arion frá Landsbankanum.

Tekur við markaðsmálunum hjá Advania
Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Guðni Rafn er nýr framkvæmdastjóri Gallup
Guðni Rafn Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi en hann var ráðinn úr hópi fjölda umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu.