Meiri kvika en í síðasta gosi Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þar sem um fjórtán milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er enn nokkur. Hættumat er óbreytt og gildir í tvær vikur að öllu óbreyttu. 28.10.2025 13:21
Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu. 28.10.2025 12:11
Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 28.10.2025 11:11
Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Bítið á Bylgjunni opnaði fyrir símann á tíunda tímanum í morgun. Dæmi voru um fólk sem hafði beðið í röð í á þriðju klukkustund í snjónum. 28.10.2025 10:24
Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. 28.10.2025 10:16
Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum. 27.10.2025 15:57
Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. 27.10.2025 14:24
Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni. 24.10.2025 12:54
Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. 24.10.2025 12:23
Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Kynningarfundur Vegagerðarinnar um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar hefst klukkan 9 og er áætlað að hann standi í eina og hálfa klukkustund. 24.10.2025 08:16