Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Útvarpsstjóri segir til standa að auglýsa á næstunni starf dagskrárstjóra Ríkisútvarps sjónvarps eftir að Skarphéðinn Guðmundsson lét af störfum um áramótin. 7.2.2025 13:13
Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Samgönguráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka þátt í pallborði á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fundurinn hefst klukkan 17 og verður í beinu streymi. 6.2.2025 16:00
Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. 6.2.2025 15:15
Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja krefja forsætisráðherra um svör hvort menntamálaráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hafi skipt sér af kjaraviðræðum kennara við sveitarfélögin liðna helgi. 6.2.2025 14:49
Fengu óveðrið beint í æð Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi. 6.2.2025 14:06
Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Arna, Sky Lagoon, Stefán Einar Stefánsson, Elko og Alfreð voru verðlaunuð sem bestu íslensku vörumerkin árið 2024 við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vörumerkjastofunni Brandr sem hefur staðið að verðlaunaafhendingunni undanfarin ár. 6.2.2025 13:25
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6.2.2025 09:51
Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. 5.2.2025 15:31
Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Ríkissáttasemjari hefur boðað formann Kennarasambands Íslands til fundar við sig í karphúsinu í Borgartúni klukkan 13:30 í dag. Verkfall kennara hófst á mánudaginn og hefur ekki verið fundað í deilunni síðan á sunnudagskvöld. 5.2.2025 12:03
Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. 5.2.2025 11:39