Vonar að hann verði á svörtum lista kínverskra stjórnvalda til frambúðar Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur. 16.4.2021 22:44
Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16.4.2021 22:09
Handteknir grunaðir um aðild að mannráni á átta ára stúlku Fjórir menn eru nú í haldi frönsku lögreglunnar vegna gruns um aðild að þaulskipulögðu mannráni á átta ára stúlku. Stúlkan heitir Mia og er talin vera með móður sinni, sem lögreglu grunar að hafi fyrirskipað mannránið. 16.4.2021 21:51
Brandenburg hlaut flesta Lúðra Auglýsingastofan Brandenburg var hlutskörpust þegar Lúðurinn var afhentur í kvöld í 35. skipti. Athöfnin fór fram með rafrænum hætti í ár þar sem verðlaun voru veitt fyrir markaðsefni sem þótti skara fram úr á síðasta ári, en Brandenburg hlaut alls sex Lúðra fyrir sín störf. 16.4.2021 20:50
Sonur Ástrósar og Davíðs kominn í heiminn Sonur Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Davíðs Arnar Hjartarsonar er kominn í heiminn. Drengurinn kom í heiminn í gær eftir langa fæðingu en foreldrarnir segjast vera ástfangnir upp fyrir haus. 16.4.2021 20:22
Pétur Markan skráður í Viðreisn og aðstoðar við uppstillingu Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, er nú skráður í Viðreisn og er hluti af teymi sem stillir upp á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Hann er þó sjálfur ekki í framboði og kveðst ekki hafa leitast eftir því. 16.4.2021 20:01
Árásarmaðurinn karlmaður á tvítugsaldri Lögregla í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á mann sem talinn er hafa skotið átta manns til bana á starfsstöðvum FedEx. Maðurinn, sem framdi sjálfsvíg eftir árásina, hét Brandon Scott og var nítján ára gamall. 16.4.2021 19:31
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur Tveggja bíla árekstur varð í kvöld á Bústaðavegi í kvöld. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir áreksturinn. 16.4.2021 19:07
Stefna að samfélagi án sígarettna Nýja-Sjáland hyggst útrýma tóbaksreykingum í landinu fyrir árið 2025. Aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins segir brýnt að vernda komandi kynslóðir fyrir þeim hættum sem fylgja tóbaksreykingum, enda deyi hátt í fimm þúsund Nýsjálendingar ár hvert af völdum tóbaks. 16.4.2021 18:27
Helen McCrory látin Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. Frá þessu greindi eiginmaður hennar Damian Lewis á Twitter-síðu sinni í dag. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein. 16.4.2021 17:18