Hádegisfréttir Bylgjunnar Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á íslenskan karlmann, sem lést af sárum sínum á Landspítalanum í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 4.4.2021 11:56
Tveir af fjórum sem greindust voru utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra voru í sóttkví við greiningu, en tveir utan sóttkvíar og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar í tengslum við þau smit. Þá greindist einn á landamærunum. 4.4.2021 10:53
Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4.4.2021 10:22
Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna andlátsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert kröfu um gæsluvarðhald yfir einum manni vegna andláts manns sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Maðurinn sem krafist er gæsluvarðhalds yfir er erlendur ríkisborgari, en málið er rannsakað sem manndráp. 4.4.2021 09:45
Opna í Geldingadali á hádegi Opnað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvunum í Geldingadölum á hádegi í dag. Lokað var fyrir umferð á svæðinu í gær vegna veðurs. 4.4.2021 09:37
Heimskautaloft af köldustu sort steypist yfir landann Það kólnaði verulega í veðri á landinu öllu í gærkvöldi og í nótt og var algengt að hiti á mælum félli um tíu stig á þessum tíma. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en nú mælist frost á landinu öllu og algengast að það sé á bilinu fimm til tíu stig. 4.4.2021 08:44
Fjögur handtekin eftir rúnt á stolinni bifreið Lögreglan handtók í gær fjóra einstaklinga sem reyndust á stolinni bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Öll voru í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu og ökumaður undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að hafa verið sviptur ökuréttindum. 4.4.2021 08:25
Loka fyrir umferð klukkan níu og rýma á miðnætti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku. 28.3.2021 14:17
Enginn starfsmaður reyndist smitaður eftir skimun Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar. 25 starfsmenn Laugarnesskóla voru á meðal þeirra sem fóru í sýnatöku í gær og fengu þeir allir neikvæða niðurstöðu. 28.3.2021 13:57
Lóan er komin Vorboði þjóðarinnar, heiðlóan, er komin. Til hennar sást í fjörunni á Stokkseyri í morgun, en fyrstu fregnir af lóunni komu einnig frá Stokkseyrarfjöru fyrir tveimur árum. 28.3.2021 13:50