Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16.5.2021 20:00
Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16.5.2021 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um árásirnar á Gasa og rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem segir ekki koma til greina að setja viðskiptaþvinganir á Ísrael. 16.5.2021 18:20
Biden hringdi í leiðtoga Ísraels og Palestínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15.5.2021 23:35
Bólusetningar og fjöldaskimanir til að sporna gegn útbreiðslu indverska afbrigðisins Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust undanfarna vikuna í Bretlandi samanborið við vikuna áður. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig til að sporna gegn útbreiðslu afbrigðisins og mun herinn aðstoða við fjöldaskimanir á svæðum þar sem afbrigðið er í mikilli útbreiðslu. 15.5.2021 22:30
Líkum þeirra sem látast úr Covid varpað í ár Lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19 hafa fundist í indverskum ám en allt að tvö þúsund lík hafa fundist í ám nærri héruðunum Uttar Pradesh og Bihar. Þetta kemur fram í minnisblaði yfirvalda á svæðinu sem Reuters hefur fengið staðfest, en þetta er í fyrsta sinn sem viðurkennt er að líkum þeirra sem hafa látist gæti viljandi verið komið fyrir í ám. 15.5.2021 20:46
Ekki þörf á að framlengja staðbundnar aðgerðir Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað í dag að óska ekki eftir framlengingu reglugerðar sem sett var sérstaklega fyrir Skagafjörð og Akrahrepp vegna hópsmits á svæðinu. Aðgerðirnar, sem gilda til morgundagsins, verða því ekki í gildi umfram það. 15.5.2021 20:03
Sofnaði út frá eldamennsku Slökkviliðið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um viðvörunarkerfi í gangi í íbúðarhúsnæði. Tilkynnandi hafði einnig fundið brunalykt og hafði samband við slökkvilið. 15.5.2021 18:02
Stöðvaðir í Kópavogi án skilríkja og dvalarleyfis Lögreglan stöðvaði í dag bifreið í Kópavogi sem þrír voru í. Farþegar og ökumaður reyndust vera án skilríkja og dvalarleyfis. 15.5.2021 17:12
„Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14.5.2021 21:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent