

Laugavegshlaupið, 55 kílómetra langt utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur er haldið í dag og er það í 24. skipti sem hlaupið er haldið.
Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau.
Sex greindust með kórónuveiruna við skimun á landamærum Íslands í gær.
Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum.
Kafteinn Tom Moore hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til bresku heilsugæslunnar NHS.
Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi.
Ríkisstjóri Georgíu segir að borgarstjóri stærstu borgar ríkisins hafi ekki vald til þess að setja á andlitsgrímuskyldu í borginni vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur því ákveðið að stefna borgaryfirvöldum í Atlanta.
Óheimilt er að flagga fána Suðurríkjanna á herstöðvum Bandaríkjanna eftir að nýjar verklagsreglur voru gefnar út af Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon.
VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst.
Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt.