Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætlar að tryggja flug til Ísa­fjarðar

Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Með fimm­tán kíló af grasi í töskunni

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni.

Inn­kalla bauna­súpu rétt í tæka tíð

Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

Baðlón og nýr veitinga­staður Gísla Matt í Laugar­ási

Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir.

Fyrr­verandi að­stoðar­maður skellir sér aftur í aug­lýsingarnar

Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel. Sigtryggur hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar í þremur ráðuneytum: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Ekkert verður af frekari loðnu­ver­tíð

Loðnurannsóknum Hafrannsóknastofnunar er lokið og ráðgjöf um frekari veiðar verður ekki veitt. Því er ljóst að loðnuvertíðinni þetta árið er lokið en hún var ein sú minnsta sem sögur fara af.

Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó

Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús.

Sjá meira