Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Greiðir sér út allt að fimm­tíu milljónir

Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður.

Verð­bólga ekki meiri síðan í janúar

Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum.

Eyða ó­vissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa.

Leita konu sem ók á konu og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu.

„Græna gímaldið“ fer ekki fet

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Búseta um að „græna gímaldið“ svokallaða í Álfabakka verði rifið.

Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin

Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina.

Sjá meira