Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sindri og Ísi­dór sýknaðir í hryðjuverkamálinu

Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm.

Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á al­manna­færi

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum.

Skip­verji brotnaði og mót­töku frestað

Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 

Nýir eig­endur endur­reisa Snúruna

Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug.

Vísir á lands­fundi: Þúsund handa­bönd og þunnir stuðnings­menn

Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 

Eld­rauður dagur í Kaup­höllinni

Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum.

Ætlar að tryggja flug til Ísa­fjarðar

Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Sjá meira