Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. 4.12.2025 13:22
Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. 4.12.2025 11:04
Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins. 3.12.2025 16:47
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. 3.12.2025 14:29
Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. 3.12.2025 11:01
Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann leysir Kristján Vilhelmsson af hólmi, sem sinnti starfinu í 43 ár. 2.12.2025 16:31
Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. 2.12.2025 16:16
Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hvetja fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands sameiginlega til þess að rýmka lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda enn frekar. Nefndin kemur saman til fundar á morgun. 2.12.2025 14:05
Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar. 2.12.2025 13:40
Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. 2.12.2025 11:50