Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. 30.3.2025 10:33
„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. 29.3.2025 12:01
Almar kjörinn varaforseti Almar Ögmundsson var á dögunum kjörinn einn af þremur varaforsetum Evrópska hnefaleikasambandsins. 28.3.2025 16:33
Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Arnór Sigurðsson er talinn vera besti nýliðinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrir komandi tímabil en tveir Íslendingar verma sæti á topp tíu sætum listans. 28.3.2025 15:02
Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. 28.3.2025 13:30
Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hefur valið þá tuttugu leikmenn sem munu leika tvo umspilsleiki gegn Ísrael í næsta mánuði um laust sæti á HM 2025. 28.3.2025 11:57
Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast. 28.3.2025 10:32
Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. 22.3.2025 11:02
Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Valgeir Lunddal er klár í að byrja seinni leikinn gegn Kósovó á morgun í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa hrist af sér smávægileg meiðsli sem héldu honum frá keppni í fyrri leiknum. 22.3.2025 09:31
Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Það er komið að leikdegi í Pristina í Kósovó en þar mun íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefja vegferð sína undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gegn heimamönnum í kvöld í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. 20.3.2025 12:57