Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu „Hrotur eru líklega meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir og miklu algengara en fólk heldur að pör sofi í sitthvoru lagi, ekki saman í herbergi. En það virðist vera viðkvæmt að ræða það og mikið tabú,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir í samtali við Makamál. 12.2.2023 19:00
Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis út í hrotur og hversu mikið vandamál hrotur maka geta verið í sambandinu. 11.2.2023 09:00
Mysingur í skeið, kandís með kaffinu og allskonar ofan á brauð Þau eru sem betur fer af ólíku tagi og misalvarleg hitamálin í þjóðfélagsumræðunni. Þó svo að eðlilega fari kannski mest fyrir veðurviðvörunum, verðhækkunum og verkalýðsbaráttu þessa dagana er algjör óþarfi að gleyma litlu hlutunum. Þessum litlu-stóru hlutum sem oft á tíðum geta skapað hressilegar og bráðnauðsynlegar umræður. 11.2.2023 08:01
Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. 9.2.2023 15:18
Um helmingur skoðar samskipti maka á samfélagsmiðlum Eru samfélagsmiðlar stuðningur eða ógn í ástarsamböndum? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim finnist þeir eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum en tæplega fimm þúsund manns svöruðu könnuninni. 7.2.2023 20:01
Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Það er gömul saga og ný hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Að ná samfelldri hvíld án utanaðkomandi truflanna. 4.2.2023 06:31
Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. 3.2.2023 06:00
Var við dauðans dyr sextán ára „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 1.2.2023 07:19
Tilkynnir endurkomu Food & Fun í mars „Þetta er bara lífið, þetta er eins og að vera píanóleikari, þú hættir ekkert að spila á píanó. Þú spilar bara á píanó þangað til þú deyrð,“ segir Siggi Hall í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 31.1.2023 11:30
Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar. 28.1.2023 07:00