Bein útsending: Menntaþing 2024 – Aðgerðir í menntaumbótum og viðbrögð við PISA Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir Menntaþingi 2024 í þar sem til stendur að kynna 2. aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda, þar með talið viðbrögð við niðurstöðum PISA. 30.9.2024 08:28
Ráðin framkvæmdastjóri Pekron Fjárfestingafélagið Pekron ehf. hefur ráðið Guðrúnu Nielsen í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. 30.9.2024 08:10
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30.9.2024 07:40
Hinn fallegasti dagur í vændum Lægðin sem olli úrkomu á mestöllu landinu um helgina fjarlægt nú hratt og örugglega en mun enn valda norðvestan strekkingi með stöku éljum á norðaustanverðu landinu. Þar mun þó lægja og létta til nærri hádegi. 30.9.2024 07:17
Maggie Smith er látin Breska leikkonan Maggie Smith er látin. Hún vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum Downton Abbey og kvikmyndunum um Harry Potter. Hún varð 89 ára. 27.9.2024 13:18
Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. 27.9.2024 13:05
Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag. 27.9.2024 12:43
Mættur í Samfylkinguna Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. 27.9.2024 08:07
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27.9.2024 07:52
Lægðardrag þokast suður Yfir landinu er nú dálítið lægðardrag sem þokast suður. Gera má ráð fyrir dátítilli rigningu suðaustantil fram eftir degi. Það mun hins vegar létta heldur til vestanlands og í kvöld má búast við stöku éljum á norðausturhorninu. 27.9.2024 07:07