Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lifir lífinu við ó­bæri­legan sárs­auka

Bryndís Hekla Sigurðardóttir er 17 ára stúlka frá Selfossi sem greindist með CRPS taugasjúkdóminn fyrir tveimur og hálfu ári. CRPS hefur hefur kallaður sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi – og af góðri ástæðu. Á sársaukaskalanum 0 til 50 mælist CRPS í 46 - sambærilegur sársauki og fólk finnur fyrir við aflimun og fæðingu.

Ása Steinars vann sigur gegn banda­rísku markaðsfyrirtæki

Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn.

Lifðu af tvö flug­slys sama daginn á Mosfellsheiði

Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl.

Ís­lenskur læknir í sögu­legri skilnaðardeilu í Skot­landi

Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“

„Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni.

Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei

Hrefna Björk Sigvaldadóttir er ein af um 220 konum sem greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Greiningin er nýleg en mannleg mistök leiddu til þess að hún fékk ekki mikilvægar upplýsingar fyrir sjö árum - að hún væri arfberi brakkagensins sem stóreykur líkur á brjóstakrabbameini. Hún er hugsi yfir mistökunum en ætlar ekki að láta lífsógnandi sjúkdóm skilgreina sig og tekur slaginn ásamt fjölskyldu sinni og hundinum Júlíusi Skugga, á hreinskilinn og opinskáan hátt.

„Þarna upp­lifði ég mesta kulda ævinnar“

„Ég hef sagt að einu sinni hafi ég upplifað kulda á ævinni – ekkert annað toppar þetta. Maður var tilfinningalaus á höndum og fótum. Allar hugsanir og hreyfingar voru eins og í bíómynd sem var sýnd hægt. Þarna var bara spurning um tíma – hvað ég myndi endast kuldans vegna,“ segir Bergþór Ingibergsson, fyrrum stýrimaður á Barðanum GK, í nýjasta nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar.

„Ég er búin að sætta mig við að ég mun lík­lega aldrei fá nein svör“

„Ég var bara ungabarn þegar mamma neyddist til að halda mér niðri öskurgrátandi á meðan læknir tók úr mér blóðprufu, svo þú gætir fengið staðfestingu hvort ég væri „þitt blóð“. Með þessum orðum hófst bréf sem Magdalena Katrín Sveinsdóttir tók tíu ár í að skrifa, og birti loks á facebook nú á dögunum. Bréfið var stílað á afskiptalaust foreldri, en hún hefur ekki séð blóðföður sinn í fimmtán ár.

Sjá meira