Ferðalag til Íslands varð kveikjan að ævintýrinu Hin 28 ára gamla Gabby Beckford er bandarískur áhrifavaldur sem heldur úti afar vinsælum aðgangi á TikTok, Instagram og Youtube. Þar deilir hún myndefni úr ferðalögum sínum víða um heiminn. Með mikilli vinnu hefur henni tekist að gera ferðalögin að aðalstarfi sínu en á seinasta ári þénaði hún hátt í fjörtíu milljónir íslenskra króna í gegnum samstarf við fyrirtæki og ýmislegt fleira. 13.1.2024 10:00
Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. 13.1.2024 09:00
„Ég var drulluhrædd í heilt ár“ „Eins undarlega og það hljómar, þá labba ég ekki framhjá innanríkisráðuneytinu. Ég fer ekki fyrir framan þetta hús. Ég get ekki labbað fyrir framan þetta hús. Ég bara get það ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra. Í nýju viðtali lýsir hún augnablikinu þegar Gísli Freyr Valdórsson og eiginkona hans mættu tárvot á skrifstofu hennar og komu varla upp orði. 9.1.2024 07:00
Skólafélagarnir kölluðu hann „Kidda kóng“ Þann 2.febrúar árið 2022 átti sér stað skelfilegur harmleikur við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Hópur nemenda hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann; hefð sem hefur tíðkast í áratugi. Einn nemandinn, Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson varð fyrir bíl og lést. Hann var einungis 19 ára gamall. Samfélagið í Þingeyjarsveit var slegið. 8.1.2024 06:44
Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 7.1.2024 09:01
„Ég er mjög þakklát fyrir að hafa bara kýlt á það og flutt út“ Árið 2022 ákvað Sandra Björg Stefánsdóttir að flytja til Horsens ásamt þriggja ára gömlum syni sínum. Hún var hvorki með vinnu eða húsnæði þegar hún kom fyrst til Danmerkur en tók eitt skref í einu og þraukaði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. 2.1.2024 20:01
„Ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum“ „Hann gat komið öllum til að hlæja. Um leið og hann kom inn í herbergi þá fór fólk að brosa,“ segir bandaríska leikkonan Chloe Lang og á þar við mótleikara sinn úr Lazy Town sjónvarpsþáttunum; Stefán Karl Stefánsson heitinn. 2.1.2024 14:06
Ísland stendur sig verr í að laða að hæfileikafólk Sviss trónir efst á lista yfir þau ríki sem standa sig best í því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því. Singapúr er í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja. 2.1.2024 11:54
Sveitarfélagið hafi brugðist fötluðum syni hans „Við erum ekki að biðja um stóra hluti, bara að sveitarfélagið gefi sér sjálft tíma til að fara í þær framkvæmdir sem það ætlar sér að fara í áður en við þurfum að flytja barnið okkar milli skóla,“ segir Hjörvar Árni Leósson, íbúi í Skagafirði og faðir fimm ára drengs með flogaveiki, hreyfi- og þroskaskerðingu. 24.12.2023 08:01
„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23.12.2023 09:01