Lesendur Vísis telja Diljá líklegasta í kvöld Lesendur Vísis telja að Diljá Pétursdóttir muni sigra Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld og þar með keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. Næstlíklegasta atriðið er frá Langa Sela & Skuggunum. 4.3.2023 14:42
Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. 4.3.2023 13:55
Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4.3.2023 12:18
Sóttu vélarvana bát suðvestan við Eldey Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti vélarvana bát suðvestan við Eldey í nótt vegna vélarvandræða. Skipið kom með bátinn til hafnar í Grindavík klukkan sjö í morgun. 4.3.2023 11:13
Þessi eru í dómnefnd Söngvakeppninnar í kvöld Tíu manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi gegn atkvæðum þjóðarinnar í fyrri umferð úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. Nefndin er skipuð af fjórum Íslendingum og sex erlendum fagaðilum. 4.3.2023 10:51
Spjallþáttur Rachael Ray kveður skjáinn Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 4.3.2023 10:12
Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. 4.3.2023 09:42
Tom Sizemore er látinn Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall. 4.3.2023 07:28
Brotist inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nótt Brotist var inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum í Reykjavík í nótt. Innbrotsþjófurinn náði að forða sér á hlaupum áður en lögregla kom á staðinn. 4.3.2023 07:13
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 3.3.2023 14:37