Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Harður á­rekstur í Voga­hverfi í nótt

Þónokkur erill hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll í nótt. Harður árekstur varð í Vogahverfi um fimmleitið í nótt. 

Hvasst, úr­koma og gular við­varanir

Gular viðvaranir eru í gildi við Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Suðurland í dag. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndum á þessum svæðum. 

Ógnaði lög­reglu­mönnum með kylfu

Maður var í nótt handtekinn eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði gagnvart lögreglumönnum við störf. Maðurinn var með kylfa í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku. 

Heppni að rjúpna­skytta slasaðist ekki degi fyrr

Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið

Hundruð bíða eftir á­ritun David Walli­ams í Smára­lind

Nokkur hundruð manna bíða nú í röð í Smáralind eftir því að fá áritun frá leikaranum, grínistanum og höfundinum David Walliams. Markaðsstjóri Smáralindar segir þetta vera lengstu röðina síðan H&M opnaði í verslunarmiðstöðinni. 

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Sven-Bertil Taube er látinn

Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns.

Stökk út um glugga til að flýja hór­mangara sinn

Tvítug kona stökk út um glugga á þriðju hæð mótels til að flýja hórmangara sinn sem hafði selt hana í vændi. Hórmangarinn var handtekinn stuttu eftir að konan tilkynnti hann til lögreglu. 

Sjá meira