Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7.10.2022 09:22
Sagt upp því áfanginn var of erfiður Kennara við Háskólann í New York var nýlega sagt upp eftir að nemendur hans kvörtuðu yfir því að áfangi hans væri of erfiður. Samstarfsmenn kennarans hafa kvartað yfir uppsögninni. 7.10.2022 08:33
Stytturnar á Páskaeyju verulega skemmdar eftir bruna Nokkrar af heimsfrægu styttunum á Páskaeyju eru verulega skemmdar eftir sinubruna á svæðinu þar sem þær eru staðsettar. Talið er að eldurinn sé af mannavöldum. 7.10.2022 07:32
Vill fá afsökunarbeiðni frá Ingu, Guðmundi og konunum þremur Frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri vill fá afsökunarbeiðni frá forystu flokksins og konunum þremur sem hafa sakað hann og tvo aðra menn um óásættanlega framkomu. Hann segist ekki efast um niðurstöður óháðrar rannsóknar. 7.10.2022 06:58
Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður. 7.10.2022 06:24
Fyrsti rafknúni útkallsbíll lögreglunnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og Blue Car Rental ehf. hafa skrifað undir langtímaleigusamning á fyrsta rafknúna lögreglubílnum sem notaður er í útköll. 6.10.2022 12:39
Árekstur bíls og mótorhjóls við Hafnartorg Hvít Tesla og mótorhjól lentu í árekstri við gatnamót Geirsgötu og Lækjartorgs upp úr klukkan tólf í dag. Bæði sjúkrabíll og lögreglubílar eru á svæðinu. 6.10.2022 12:20
Gular viðvaranir á norðanverðu landinu Gular viðvaranir fara í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi á sunnudaginn þann 9. október. Búast má við snjókomu á norðanverðu landinu. 6.10.2022 12:07
Óska eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á í gærmorgun. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa er slysið varð. 6.10.2022 10:31
Snjókoma á Siglufirði Er íbúar Siglufjarðar vöknuðu í morgun voru götur bæjarins orðnar hvítar og fjöll bæjarins orðin full af snjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að snjórinn sé kominn heldur snemma í ár. 6.10.2022 09:48