Hilmar Örn Kolbeins er látinn Baráttumaðurinn Hilmar Örn Kolbeins er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 5. september. 14.9.2022 11:31
Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar aftur Yfirvöld í Kasakstan hafa ákveðið að breyta nafni höfuðborgarinnar aftur í Astana. Árið 2019 var nafninu breytt í Nur-sultan til að heiðra fráfarandi forseta landsins, Nursultan Nazarbayev. 14.9.2022 11:21
Guðrún Edda, Stefanía og Vigdís Perla til liðs við Aton.JL Aton.JL hefur ráðið þær Guðrúnu Eddu Guðmundsdóttur, Stefaníu Reynisdóttur og Vigdísi Perlu Maack til starfa. Allar hafa þær þegar hafið störf. Guðrún Edda og Stefanía starfa sem ráðgjafar og Vigdís sem verkefnastjóri. 14.9.2022 10:54
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14.9.2022 10:29
Rapparinn PnB Rock skotinn til bana Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann. 13.9.2022 12:19
Beinbrunasóttarfaraldur bætist ofan á vandræði Pakistana Íbúar Pakistan hafa þurft að þola mikil flóð í kjölfar úrhellisrigningar sem hefur verið þar síðustu mánuði. Nú er kominn upp beinbrunasóttarfaraldur (e. Dengue fever) í stærstu borg landsins. 13.9.2022 11:20
Handtekinn eftir pílagrímsferð til heiðurs drottningu Jemenskur karlmaður var í gær handtekinn í heilögu borginni Mecca í Sádí-Arabíu er hann heimsótti Stóru moskuna. Maðurinn var þar að biðja til Allah og óska eftir því að hann myndi taka Elísabetu II Bretlandsdrottningu til himnaríkis. 13.9.2022 10:34
Tveggja ára fangelsi fyrir að hæðast að drottningunni Taílenskur aðgerðasinni var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að mótmæla á götum Bangkok, klæddur sem drottningin. Dómurinn mat það sem svo að aðgerðasinninn hafi verið að hæðast að drottningunni með því að klæðast sem hún. 13.9.2022 08:11
Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. 13.9.2022 07:39
Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13.9.2022 06:49