Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13.1.2024 12:10
Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. 12.1.2024 12:15
Auglýsa netspilavíti með krókaleiðum Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða. 10.1.2024 21:00
„Ég elska hann svo mikið“ Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára. 9.1.2024 19:16
Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9.1.2024 11:42
„Líf í Grindavík ætti að færast nær eðlilegum skorðum“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, telur varnargarða sem hafa verið reistir á Reykjanesskaga koma að góðum notum, bæði fyrir Grindavíkurbæ, sem og Bláa lónið og Svartsengi. 9.1.2024 00:19
Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. 8.1.2024 11:58
Missti hálfa fjölskylduna í loftárás en er nú mætt til Íslands Sautján ára stelpa sem kom hingað til lands frá Palestínu í dag segist himinlifandi og hlakkar til að læra tungumálið. Hluti fjölskyldu hennar lét lífið í sprengjuárás Ísraela fyrir þremur mánuðum. Sjálf missti hún fót í árásinni. 5.1.2024 18:39
Ráðherra eigi að vita betur en að kalla ákvörðunina óskiljanlega Innviðaráðherra segir ákvörðun lífeyrissjóða um að fella ekki niður vexti og verðbætur Grindvíkinga óskiljanlega. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að ráðherra eigi að vita betur. 5.1.2024 12:08
Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. 4.1.2024 20:00