„Höldum áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg“ Hljómsveitin Inspector Spacetime sendi frá sér lagið Kenndu mér síðastliðinn föstudag og er þetta tíunda lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. 10.4.2022 10:01
Með hækkandi sól klífur listann Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. 9.4.2022 16:02
Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 9.4.2022 11:31
Innri börnin blása lífi í trylltar konur í pönkhljómsveit Pönksveitin The Boob Sweat Gang sendi frá sér sitt fyrsta lag, „Alpha Mom“, í dag ásamt tónlistarmyndbandi þar sem hliðar sjálf hljómsveitarmeðlima fá að skína. Blaðamaður hafði samband við hljómsveitina, en allir meðlimir sveitarinnar eru sviðslistakonur. 9.4.2022 09:01
Tónlist sem hægt er að dansa við á klúbbnum en líka gráta við heima hjá sér Hljómsveitin Hipsumhaps sendi frá sér glænýjan smell fyrr í dag. Lagið ber nafnið Hringar og er grípandi taktfast danslag sem býr yfir angistar víbrum. Blaðamaður hafði samband við Fannar Inga söngvara Hipsumhaps og fékk nánari innsýn í gerð lagsins. 7.4.2022 09:32
Góðgerðarmál og menning sameinast á kraftmikinn hátt til styrktar Úkraínu Samtökin Artists4Ukraine standa að ýmsum menningartengdum viðburðum í Bíó Paradís þar sem allur ágóði frá viðburðunum rennur til fjölbreyttra góðgerðarfélaga í Úkraínu. Í kvöld, miðvikudaginn 6. apríl, munu Arists4Ukraine í samstarfi við úkraínska kvikmyndafyrirtækið MaGiKa films sýna kvikmyndina Ivan’s Land eftir úkraínska leikstjórann Andrii Lysetskyi. 6.4.2022 10:00
Bræður í einvígi á toppnum Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku. 2.4.2022 16:00
Gefur hlutum sem enginn vill sjá né vita af fagurfræðilegt gildi Listakonan Lilja Birgisdóttur opnar sýninguna It’s not you, It’s me í dag, laugardaginn 2. apríl. Opnunin fer fram á milli klukkan 14:00 og 18:00 og stendur til 24. apríl næstkomandi. 2.4.2022 12:30
Minnir sig reglulega á að gjörsamlega allt er geranlegt Ragga Hólm er ofurtöffari sem leggur mikið upp úr lífsgleðinni. Hún er tónlistarkona, útvarpskona og lífskúnstner og hefur hvað sérstaklega vakið athygli sem meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Tónlistin er hennar helsti innblástur í lífinu en Ragga er einmitt viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 2.4.2022 11:32
„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2.4.2022 07:01