Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“

Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar.

Sautján ára Íslendingur sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Kanye West

Konráð Darri Birgisson er sautján ára gamall tónlistarmaður, búsettur í Bandaríkjunum og gengur undir listamannsnafninu K1d Krono. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð gífurlegum árangri í tónlistarheiminum við að semja melódíur en hann á meðal annars hlut í laginu Louie Bags af plötunni Donda 2, sem hinn heimsfrægi rappari Kanye West gaf út á dögunum.

Skemmtilegir hlutir til að gera í París

Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París.

„Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“

MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Undirmeðvitundin ræður loka útlitinu

Sýning frönsku listakonunnar Claire Paugam, Anywhere but Here, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 11. febrúar síðastliðinn. Næstkomandi laugardag, þann 26. febrúar, mun Claire verða með listamannaspjall á sýningunni klukkan 14:00-15:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Sjá meira