Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan

Hátíðarandinn svífur yfir landsmönnum og aðeins einn dagur til jóla. Stjörnur landsins eru sannarlega komnar í jólaskapið og voru duglegar að deila skemmtilegum augnablikum á samfélagsmiðlum yfir liðna viku.

Skemmti­leg tískuslys og eftir­minni­leg jólaföt

Löngum hefur verið hefð að klæða sig upp á aðfangadag og ýta þjóðsögur um jólaköttinn undir mikilvægi þess. Lífið á Vísi ræddi við nokkra tískuspegúlanta um eftirminnileg jólaklæði og hvaða föt verða fyrir valinu í ár. Virðist rauði þráðurinn vera að þeir sæki meira í þægindin nú en áður. 

Jói Pé og Króli skrifa söng­leik

Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins.

Féll í mynd­list en fann sig sem mynd­listar­maður

„Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín.

Bestu vin­konur sam­einast í listinni

Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36.

Bauð IceGuys upp á al­vöru á­skorun um helgina

Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði.

Fagnaði tví­tugs­af­mælinu í Vivienne Westwood

Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í.

Opnuðu sjóð­heitt hönnunarstúdíó með stæl

Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu.

Best klæddu Ís­lendingarnir 2024

Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024.

Sjá meira