Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Ísland losar margfalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en önnur Norðurlönd miðað við höfðatölu og munar þar mestu um losun frá framræstu landi. Þá metur Votlendissjóður að um 45 prósent af heildarlosun Íslands stafi frá framræstu votlendi sem ekki er í landbúnaðarnotkun. 6.1.2025 07:27
Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær. 5.1.2025 14:28
Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sigurjón Arnórsson og Hreiðar Ingi Eðvarðsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland sem tók nýverið við sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga leitaði ekki langt eftir aðstoð en báðir hafa starfað náið með henni í Flokki fólksins um nokkurt skeið. 5.1.2025 11:42
Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Margt verður til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og meðal annars snert á áformum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum, gjaldtöku á ferðaþjónustuna og strandveiðum. Hefst þátturinn klukkan 10. 5.1.2025 09:30
Brenton Wood er látinn Sálarsöngvarinn Brenton Wood er látinn, 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967. 5.1.2025 09:04
Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Kona sem kyssti tónlistarmanninn Romeo Santos á tónleikum með bandarísku hljómsveitinni Aventura í Dómeníska lýðveldinu segir að atvikið hafi bundið enda á hjónaband sitt. 5.1.2025 08:37
Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið. 5.1.2025 07:30
Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hópur fólks kemur saman tvisvar í viku á Ylströndinni í Nauthólsvík í þeim tilgangi að reyna að sigrast á kuldanum. Þar fer fram svokölluð kuldaþjálfun þar sem fólk fer á sundfötunum í snjóinn, tekur nokkur dansspor, hrópar, hlær og fer svo að lokum út í ískaldan sjóinn. 3.1.2025 11:33
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3.1.2025 09:14
„Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Eldur kviknaði í litlum skúr við Rauðavatn nærri Hádegismóum í Reykjavík í nótt. Um minniháttar eld var að ræða og tók skamman tíma að ráða niðurlögum hans. 3.1.2025 07:22