Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli. 2.1.2026 08:25
Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ 2.1.2026 00:23
Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. 1.1.2026 21:53
Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Einn var fluttur slasaður á Landspítala nú síðdegis eftir bílveltu í Hrútafirði á Þjóðvegi 1 gegnt Borðeyri. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 16:40 á efsta forgangi vegna slyssins, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. 1.1.2026 18:27
Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1.1.2026 18:13
Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Albert Haagensen, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, er látinn, 48 ára að aldri. Hann lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginmann sinn Sindra Sindrason og dóttur þeirra Emilíu Katrínu. 1.1.2026 17:16
Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. 31.12.2025 17:34
Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Kamilla Bretadrottning greindi í dag frá blygðunarsemisbroti sem hún varð fyrir á unglingsárum. Árásin hafi reitt hana til reiði en hún haldið henni leyndri í fjölmörg ár þar til hún heyrði aðrar konur greina frá ofbeldisreynslu sinni. 31.12.2025 15:43
Vara við hættu á sinubruna Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu. 31.12.2025 14:28
Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ 31.12.2025 12:31