Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vaktin: Náð tökum á stór­brunanum í Gufu­nesi

Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 

Trump ó­sáttur við orð olíu­for­stjórans og vill úti­loka hann

Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli.

Veki furðu að bíla­leigu­bílar séu ekki á nagla­dekkjum

Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli.

Vinum hans ekki litist á blikuna

„Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“

Pétur verið lengur en hún í stjórn­málum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg.

Fluttur á sjúkra­hús eftir slys í Hrúta­firði

Einn var fluttur slasaður á Landspítala nú síðdegis eftir bílveltu í Hrútafirði á Þjóðvegi 1 gegnt Borðeyri. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 16:40 á efsta forgangi vegna slyssins, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndi­leg veikindi

Albert Haagensen, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, er látinn, 48 ára að aldri. Hann lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginmann sinn Sindra Sindrason og dóttur þeirra Emilíu Katrínu.

Eitt­hvað í ís­lensku sam­félagi fjand­sam­legt börnunum okkar

Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans.

Sjá meira