Hádegisfréttir Bylgjunnar Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Rætt verður við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. 21.1.2024 11:30
Úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir tilefnislausa stunguárás Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn í gærmorgun grunaður um að hafa stungið karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur í síðuna, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gærkvöldi. 21.1.2024 11:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Utanríkisráðherra segir óboðlegt að borgin leyfi tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll. Hann sætir víða harðri gagnrýni. Þingmaður Pírata segir framkomu hans skammarlega. Rætt verður við hann í kvöldfréttum á Stöð 2. 20.1.2024 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður á þrítugsaldri er alvarlega særður eftir að hann var stunginn í búkinn í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Mennirnir eru ekki taldir tengjast. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 20.1.2024 11:31
Í lífshættu eftir tilefnislausa stunguárás Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós. 20.1.2024 10:42
Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. 19.1.2024 11:01
Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. 19.1.2024 10:35
Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. 19.1.2024 09:32
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19.1.2024 08:03
Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. 19.1.2024 07:33