Markaðurinn talsvert undirverðlagður og áfram er útlit fyrir óvissu og óróleika Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu. 29.4.2025 12:42
Sjóðurinn IS Haf leiðir fjögurra milljarða hlutafjáraukningu hjá Thor Landeldi Thor Landeldi, sem sérhæfir sig í landeldi á laxi við Þorlákshöfn, hefur lokið við hlutafjáraukningu að upphæð fjóra milljarða króna í lokuðu útboði. Ásamt framtakssjóðnum IS Haf, sem var stærstur í hlutafjárútboðinu, voru aðrir fjárfestar Útgerðarfélag Reykjavíkur og þrír innlendir lífeyrissjóðir en með fjármögnuninni verður hægt að klára næsta áfanga við uppbyggingu 4.750 tonna áframeldis. 29.4.2025 10:18
Stærsti hluthafinn segir að leigufélagið Alma verði ekki selt inn í Eik Langsamlega stærsti fjárfestirinn í Eik, sem er jafnframt eigandi að leigufélaginu Ölmu, segir að engin áform séu uppi um að Alma verði selt inn í hið skráða fasteignafélag. Þá hefur stjórnin ekki tekið neina ákvörðun um hvort Eik muni ráðast í útleigu á íbúðum en á nýlegum aðalfundi var samþykkt að tilgangur félagsins sé meðal annars að standa sjálft að uppbyggingu á slíku húsnæði. 28.4.2025 15:24
„Brostnar væntingar“ fjárfesta en áhættustig Alvotech samhliða lækkað mikið Mikið verðfall á hlutabréfum Alvotech eftir uppfærða afkomuspá endurspeglaði brostnar væntingar fjárfesta, sem um leið losaði út talsvert af skuldsettum stöðum, en þrátt fyrir tímabundnar hraðahindranir undirstrika greinendur að félagið sé á allt öðrum stað en áður og efnahagsreikningurinn orðinn mun „heilbrigðari“. Ný og betri upplýsingagjöf er sögð geta leitt til „þroskaðri umræðu og væntinga“ um Alvotech en markaðsviðskipti Íslandsbanka nefna að ef félagið nær um 350 milljóna dala rekstrarhagnaði á næstu tveimur árum, nokkuð undir útgefinni áætlun, ætti það að skila sér í virkilega góðri ávöxtun. 25.4.2025 14:10
Fer lítið fyrir innviðaverkefnum sem eru í samræmi við skyldur lífeyrissjóða Þótt oft sé látið að því liggja í stjórnmálaumræðunni að „hinar og þessar“ brýnu innviðafjárfestingar henti lífeyrissjóðum vel þá fer hins vegar lítið fyrir því, að sögn fráfarandi stjórnarformanns Birtu, að um sé að ræða verkefni sem uppfylla skilyrði um nægjanlega arðsemi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins hefur sjálfur nýlega sagt að stærsta áhættan við mögulegt samstarf opinberra aðila og einkafjárfesta við innviðaverkefni sé hin pólitíska áhætta. 23.4.2025 18:06
EIF verður kjölfestufjárfestir í nýjum 22 milljarða framtakssjóði hjá Alfa Alfa Framtak hefur klárað fjármögnun á nýjum 22 milljarða framtakssjóði, sem getur stækkað enn frekar, en til viðbótar við breiðan hóp íslenskra stofnana- og fagfjárfesta er Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) meðal kjölfestufjárfesta með um tuttugu prósenta hlutdeild. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir fjárfestar koma að stofnun á íslenskum framtakssjóði en áætlað er að sjóðurinn hjá Alfa muni koma að fjárfestingum í átta til tólf fyrirtækjum hér á landi. 23.4.2025 09:42
Erlend útlán bankanna mögulega „vanmetin“ skýring á styrkingu krónunnar Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð. 22.4.2025 16:37
„Verðtryggða bakslagið“ tímabundið og býst við endurkomu nafnvaxtalánakerfis Eftir mikla ásókn heimila í verðtryggða lánsfjármögnun á tímum hárra vaxta eru teikn á lofti um að „þetta verðtryggða bakslag“ verði skammvinnt samhliða því að verðbólgan fer núna lækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Hann telur að við séum að fara sjá endurkomu nafnvaxtalánakerfis, meðal annars vegna áherslu heimila á að byggja upp eigið fé, og bendir á að viðskiptabankarnir vilji sömuleiðis minnka vægi sitt í verðtryggðum útlánum. 22.4.2025 14:24
Endurskoðun á sátt Mílu og SKE tefst vegna kvartana frá Ljósleiðaranum Endurskoðun á sátt sem Míla gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2022 hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, setti fram kvartanir og sakar innviðafyrirtækið um brot á fjarskiptalögum og samkeppnislögum. Míla hefur hafnað öllum ásökunum keppinautarins en stjórnarmaður hjá fyrirtækinu hafði lýst því yfir undir lok síðasta árs að hún teldi Samkeppniseftirlitið ekki geta komist að annarri niðurstöðu en að fella úr gildi kvaðir á starfsemi Mílu. 21.4.2025 13:25
Netöryggisfyrirtækið Keystrike klárar hlutafjáraukningu upp á 800 milljónir Netöryggisfyrirtækið Keystrike lauk á dögunum hlutafjáraukningu upp á samtals 800 milljónir króna og samanstendur fjárfestahópurinn, að stærstum hluta, af íslenskum einkafjárfestum en jafnframt Kviku banka. Frá stofnun Keystrike á árinu 2023 hafa fjárfestar núna lagt félaginu til alls um 1.400 milljónir króna í hlutafé. 19.4.2025 12:06