Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17.1.2025 23:50
Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Eldur kviknaði í stórum gámi á byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut. Slökkvilið er á vettvangi og engin hætta er á ferðum. 17.1.2025 22:50
Ragna Sigurðardóttir á von á barni Ragna Sigurðardóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar á von á barni með manni sínum Árna Steini. 17.1.2025 21:46
Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Þórður Snær Júlíusson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Hann mun formlega taka við stöðunni þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. 17.1.2025 18:31
Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. 17.1.2025 18:24
Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17.1.2025 17:30
Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti hefur stöðvað kaup japanska fyrirtækisins Nippon Steel á bandaríska fyrirtækinu US Steel. Biden segir að innlent eignarhald á stálframleiðandanum sé gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. 3.1.2025 23:25
Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Una Torfa hélt tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Unu fyrir tónleikana og fékk að heyra frumflutning á nýju lagi með leynigesti tónleikanna, Jóni Jónssyni. 3.1.2025 22:32
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3.1.2025 21:01
Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað. 3.1.2025 18:27